Mánaðarmyndir

Ég hef alltaf verið rosalega hrifin af mánaðarmyndum af börnum og þótt það góð hugmynd. Mamma var vön að taka þannig myndir af mér og merkja í albúminu mínu. Myndirnar hennar voru ekkert alltaf allar endilega á sama stað eða með sama bakgrunn en þær voru allar hrikalega krúttlega og uppsetningin svipuð. Mér finnst enn mjög gaman að skoða þér og þá sérstaklega eftir að ég eignaðist Fannar Mána, því núna get ég alltaf flett gömlu mánaðarmyndunum mínum og athugað hvort hann sé eitthvað líkari mér með hverjum mánuðinum sem líður 😉

Ég ákvað það fyrir löngu að ef ég yrði svo heppin að eignast barn að þá væri þetta hugmynd sem ég myndi svo sannarlega vilja endurgera. Meðan ég var ólétt lá ég yfir Pintrest hugmyndum (já ég er fíkill en það er önnur saga) og fann það út að ég vildi hafa myndirnar eins látlausar og hægt væri, hafa sama bakgrunn, eins föt og ég vildi setja spjöld inn á myndirnar sem myndi sýna aldurinn. Ég fór í það að vinna spjöldin og útlitið á þeim, ákvað að  hvít ermalaus samfella væri málið og svo hafði mamma prjónað yndislega fallegt prinsateppi og ég var staðráðin í að nota það sem bakgrunn.

13654121_998675256848438_1748453996282038287_n

Afrekakortin fást á www.facebook.com/dagatologkort

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég var spennt fyrir fyrstu myndatökunni. Mánaðargömlum smellti ég Fannari í samfelluna, lagði hann á teppið ásamt spjaldinu góða og byrjaði að mynda – en það var samt ekki alveg eins auðvelt og ég hélt því hann hreyfði sig svo mikið, spjaldið fór á flakk, lýsingin var ekki eins og ég vildi hafa hana og ég fann ekki alveg rétta sjónarhornið sem ég vildi. Það var ekki fyrr en ég prufaði að mynda hann ofan frá að hlutirnir byrjuðu að ganga upp og ég náði ágætri mynd af honum.

1manada

Fannar Máni mánaðargamall í fyrstu mánaðarmyndatökunni

Þann sjötta hvers mánaðar tek ég teppið og nýtt spjald fram, stilli Fannari mínum upp liggjandi á teppinu og tek myndir. En það var eitt sem ég hugsaði ekki alveg útí til að byrja með, því núna þegar hann er orðin tíu mánaða þá er þetta byrjað að flækjast aðeins meira fyrir manni en það gerði upphaflega einfaldlega út af því að hann er farinn að fara svo mikið á flakk og vill alls ekki liggja á bakinu. Síðasta myndataka var t.d. ansi skrautleg en ég var mikið farin að hugsa um að skella í eina „behind the sceens“ mynd því mér fannst ansi fyndið að alltaf þegar ég var búin að leggja hann á bakið, stilla spjaldinu upp og reisa sjálfa mig við til að ná að taka mynd að þá var hann búinn að velta sér á magann og kominn hálfur út af teppinu í leit að ævintýrum.

10manada

Hér er hann orðinn 10 mánaða, hann hefur svo sannarlega stækkað.

Hvernig ætli næsta myndataka gangi? Bara tvær eftir 😉

Spjöldin sem ég gerði sjálf eru hluti af afrekakortum sem fást hér www.facebook.com/dagatologkort

hildur hlín

 

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *