Mamma mánaðarins er hún Svanhildur Helga Berg. Svanhildur er 16 ára gömul og á tæplega ársgamla dóttur, hana Camillu Von. Hér segir Svanhildur okkur aðeins frá sjálfri sér og sinni upplifun af barneignum og móðurhlutverkinu.
Segðu okkur aðeins frá þér og fjölskyldunni?
Ég er yngst af 4 börnum mömmu og eina stelpan, á 3 eldri bræður, sem allir eiga börn. Ég bý með mömmu og hundinum Búbba, Pabbi og stjúpmamma mín hjálpa mér mikið með Camillu, en við förum aðrahvora helgi til þeirra.
Við hvað vinnurðu eða ertu í skóla/fæðingarorlofi?
Ég er búin með fæðingarorlof og stunda nám í FB á myndlistarbraut og vinn með skólanum í Nettó.
Hvað kom þér mest á óvart við móðurhlutverkið?
Hversu mikið maður getur elskað eina manneskju <3
Hvað hefurðu lært um sjálfan þig síðan þú varðst mamma?
Ég hef komist að því að ég er mjög ákveðin. Komst að því á meðgöngunni og i gegnum þetta allt. Ég var alltaf ákveðin í því að eg vildi vera mamma Camillu þó ég sé ung.
Uppáhalds mömmu móment (sem er ekki fæðing barnsins/barnanna)?
Það var þegar Camilla var rúmlega fjögurra mánaða. Hún sat með mér og mömmu uppí sófa og ég var að sýna henni bangsa, en þá gaf hún frá sér hljóð eins og hún væri að segja “fluga”. Þess vegna heitir kanínubagnsinn hennar Camillu Fluga.
Verslaru mikið á börnin þín hér eða erlendis og hvar þá?
Ég versla ekki mikið a Camillu, hún á svo duglegar og góðar ömmur og langömmur. Oftast ef einhver kaupir á hana þá er það erlendis, helst á Babyshop.com og auðvitað H&M, en á Íslandi er oftast farið í Lindex.
Hverju finnst þér mikilvægt að huga að eftir barneignir þegar kemur að sjálfri þér?
Held að margir haldi að allar fæðingar og uppeldi þurfi að vera akkúrat uppúr bókinni en það eru ekki öll börn eins og það er það fallega við að eiga barn er að ekki neitt barn er eins.
Finnst þér erfitt að skipuleggja tímann þinn með börnunum í kringum vinnu/skóla ?
Ég reyni að vera skipulögð en þrátt fyrir það fer þetta stundum allt i flækju. Eg er með plakat í skápnum mínum um hvað ég er að gera i mánuðinum eg er með skipulag hvenær og hvernig ef þríf heima. En mest af tímanum mínum fer eðlilega í að sinna og vera með Camillu.
Ertu með einhver ráð fyrir aðra foreldra þarna úti?
Að ekki stressa sig yfir fæðingunni, hvort það væri allt i lagi með barnið, hvort þau muni gera eitthvað rangt. Reyna bara að vera fullkomlega róleg þegar litla gullið kemur i heiminn.
Author Profile

-
Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.
Latest entries
Uncategorized2020.04.07Kókoskúlur
Uncategorized2020.03.26Hugmyndabanki fyrir inniveru
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir HEIMILIÐ
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir UNGLINGINN
Facebook Comments