Mamma maímánaðar

Mamma mánaðarins að þessu sinni er kjarnakonan hún Valkyrja Sandra en hana er einnig að finna á eftirfarandi samfélagsmiðlum;
Snapchat – adalprinsessan
Instagram – vaalkyrjan

18836162_10155415970775995_951523519_o

Segðu okkur aðeins frá þér og fjölskyldunni.
Ég heiti Valkyrja Sandra & verð tuttugu og eldgömul í sumar (28). Ég á yndislegan unnusta sem heitir Hannes (27). Við búum saman á Akureyri með syni okkar, Natan Rafni sem er 6 ára, sem er á leiðinni í skóla í haust & svo er annar gaur að bakast í bumbu & er áætlaður lendingardagur 12 Oktober.

Við hvað vinnurðu eða ertu í skóla/fæðingarorlofi?
Eins & stendur er ég í skóla, Símey, í námi sem heitir Menntastoðir og stefni á útskrift núna eftir svona ca 10 daga. Eins er ég í endurhæfingu hjá Virk, sem er frábær möguleiki til að öðlast betra líf.

Hvað kom þér mest á óvart við móður hlutverkið?
Hvað það er ógnvekjandi & yndislegt á sama tíma. Ég hef aldrei verið eins hrædd í lífi mínu og þessi 6 ár en samt aldrei eins hamingjusöm heldur.

18871019_10155415970930995_1090346753_n
Hvað hefurðu lært um sjálfan þig síðan þú varðst mamma?
Ég er með mikið meira jafnaðargeð en ég hélt.


Uppáhalds mömmu móment (sem er ekki fæðing barnsins/barnanna)?
Að horfa á barnið sitt upplifa & læra nýja hluti er einn fallegasti hlutur sem ég upplifi. En uppáhalds mómentið mitt þessa dagana er sennilega á útskrift sonarins úr leikskóla núna í Maí, en þau voru öll að syngja eurovisionlag & minn maður stendur upp með loftgítar & spilar & dansarr fyrir framan fjöldan allan af fólki, alveg ófeimin, ég grenjaði alveg smá þá.


Hvað finnst þér mikilvægt að huga að eftir barneignir þegar viðkemur sjálfri þér?
Það sem virkar best fyrir mig eru samverustundir með makanum mínum og góð samskipti við hann, við erum bestu vinir. Einnig smá tími fyrir sjálfa mig.

Finnst þér næg fræðsla um alla þætti foreldrahlutverksins fyrir barneignir?
Allsekki, bara alveg allsekki. Guð hvað mér fannst ég vita allt á síðustu meðgöngu, svo kom barnið og vá, sjokkið var gríðarlegt, alltíeinu var maður kornungur með ungabarn og þurfti að gjöra svo vel og axla ábyrgð.

18816868_10155415970880995_1811019176_n
Finnst þér þú fá nægan tíma með barninu/börnunum þínum?
Það er mjög misjafnt. Ég hef frá fyrstu tíð, lagt upp með að hafa son minn með mér í nær öllu sem ég geri. Að sjálfsögðu koma dagar þar sem ég sé hann ekki nema 1-2 klst & það tekur ofsalega á mömmuhjartað, en ég reyni að gera allar helgar að okkar.

Verslaru mikið á börnin þín hér eða erlendis og hvar þá?
Foreldrar mínir búa í Noregi svo ég versla nánast allt á strákinn þar. & ég skal alveg viðurkenna að ég er búin að leggja inn pöntun fyrir þennan ófædda heeeeeh.

Er eitthvað annað sem þú vilt deila með okkur?
Munum að lífið er núna, ekki í gær & ekki á morgun.
Takk fyrir mig & frábært blogg.

 

cropped_logo

 

 

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *