Mamma júnímánaðar

Mamma júnímánaðar er hún Brynja Eyþórsdóttir 28 ára ofurkona og gullmoli!

19621370_782382928595398_77533085_n

Segðu okkur aðeins frá þér og fjölskyldunni

Ég bý í Njarðvík með unnustanum mínum honum Ásgeiri og syni okkar Arnþóri sem verður tveggja ára í október. Ég er menntaður þroskaþjálfi og ÍAK einkaþjálfari.

 

Við hvað vinnurðu eða ertu í skóla/fæðingarorlofi?

Ég er forstöðuþroskaþjálfi á heimili fyrir fatlað fólk og er einnig í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu með sérhæfingu á sviði fötlunarfræða. Það er alltaf nóg að gera.

 

Hvað kom þér mest á óvart við móður hlutverkið? Hvað hefurðu lært um sjálfan þig síðan þú varðst mamma?

Það kom mér mest á óvart hvað ég var vel fallin að hlutverkinu. Ég hef aldrei verið mikil barnamanneskja og átti alveg eins von á því að ég ætti erfitt með það að vera mamma en mér finnst ég fædd í þetta hlutverk. Ég elska að vera mamma! Ég hef lært svo mikið um sjálfa mig á undanförnum árum. Til dæmis get ég sagt að ég sé þolinmóðari en ég hélt og umhyggjusamari en ég átti nokkurn tímann von á.

19686284_782382908595400_1038828471_o.jpg

Uppáhalds mömmu móment (sem er ekki fæðing barnsins/barnanna)?

Þau eru svo mörg – fyrsta tönnin, að sitja sjálfur, fyrstu skrefin, fyrsta orðið.

 

Verslaru mikið á börnin þín hér eða erlendis og hvar þá?

Ég er svo heppin að foreldrar mínir hafa mikið séð um það að versla á strákinn og hafa þá gert það erlendis. Ég er sjálf mjög hrifin af því að kaupa föt í H&M og ég elska Kappahl fötin!

 

Hverju finnst þér mikilvægt að huga að eftir barneignir þegar kemur að sjálfri þér?

Mér finnst mikilvægt að huga vel að eigin skinni. Maður þarf að hvílast vel og nærast vel til þess að vera tilbúinn í daginn og mögulega vökunætur. Einnig er nauðsynlegt að hitta vinkonur, eiga deit kvöld með makanum og kannski skella sér í smá dekur – maður á það sko skilið  

 

Finnst þér næg fræðsla um alla þætti foreldrahlutverksins fyrir barneignir? Finnst þér erfitt að skipuleggja tímann þinn með börnunum í kringum vinnu/skóla ?

Maður uppskerir eins og maður sáir hvað fræðslu varðar. Maður þarf að vera duglegur að leita sér sjálfur upplýsinga. Fræðslan er ekki endilega mikil en manni er bent á hvert maður getur leitað eftir upplýsingum. Ég á ekki erfitt með að skipuleggja tíma minn með stráknum eftir vinnu eða í kringum námið. Það hefur alltaf einhvern veginn gengið upp.

 

19688433_782382951928729_281582011_o.jpg

Finnst þér þú fá nægann tíma með barninu/börnunum þínum? Ertu með einhver ráð fyrir aðra foreldra þarna úti?

Ég væri til í að vinna styttri daga og fá þannig meiri tíma með stráknum. Ef að fjárhagur leyfði, þá myndi ég vera  í 50% vinnu til að geta verið meira heima. Ég nýti helgarnar vel með fjölskyldunni.

 

Er eitthvað annað sem þig langar að deila með okkur?

Lifið í núinu! Mér finnst mikilvægt að njóta alltaf, þ.e. ekki bíða eftir að hitt og þetta gerist, því þessi kríli stækka alltof fljótt

 

oskubuska

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *