Mamma janúar mánaðar.

Mamma janúar mánaðar.

Mamma mánaðarins að þessu sinni er Karitas Harpa.

Ómar og mamma

Segðu okkur aðeins frá þér og fjölskyldunni.

Ég heiti Karitas Harpa, er nýorðin 27 ára, er einmitt janúarbarn. Ég á einn 3 ára strák, Ómar Elí sem er ljós mitt og yndi. Við vorum að flytja til Reykjavíkur frá Selfossi með bestu vinkonu minni Kolbrúnu Lilju og kisunni hennar Pálínu svo það má segja að við séum orðin óhefðbundin íslensk fjölskylda hérna í borginni.

ómar og mamma tvö

Við hvað vinnurðu eða ertu í skóla/fæðingarorlofi?

Ég syng fyrst og fremst, sem tónlist og kem fram við ýmsar uppákomur. Ég var á símanum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi en vegna flutninganna er ég aðeins að þreifa fyrir mér um hlutastarf í borginni með tónlistinni og söngnum en sem betur fer eins og staðan er í dag nóg að gera í því svo við Ómar borðum allavega út mánuðinn

Hvað kom þér mest á óvart við móður hlutverkið?

Það kemur mér fátt á óvart orðið en ég man sterkt eftir því að hugsa áður en hann fæddist að ég vissi alveg að þetta yrði erfitt, yrði mikil vinna og tæki stundum á þar sem folk var duglegt að minna mann á það en svo man ég þegar hann fæddist hvað ég áttaði mig í raun hvað þetta væri stanslaus vinna, þetta kæmi ekki í skorpuvinnu, æ, meikar þetta sens? Haha, ég allavega áttaði mig sem sagt á því að þetta yrði vinna en ekki hversu stanslaus vinna þetta væri og ég gæti svo sannarlega ekki bara tekið mér “pásu” þegar ég vildi eða þyrfti. Svefnlausar nætur voru sérstaklega erfiðar EN maður gerir allt fyrir þessi apaskott.

Eins líka hvað ég ætti inni mikla þolinmæði og svona “æi þetta reddast” eiginleika, því ég var svo sannarlega ekki þannig. Var svoldið kassótt og þurfti að vita, skilja og hafa allt planað fyrirfram. Það bara virkar ekki alveg alltaf þannig með þessi kríli haha, stundum kúka þau bara þrisvar í sig í röð þegar þú ert á leið í veislu og þarft að skipta á þeim aftur og aftur og aftur og þú verður sein. Þetta er óútreiknanlegt starf!

2014-09-24 18.29.35

Hvað hefurðu lært um sjálfan þig síðan þú varðst mamma?

Í fyrsta lagi hversu mikið ég í raun gæti elskað einhvern alveg skilyrðislaust. Síðan hvers megnug ég í raun er. Hann hefur fært mér svo fáránlega mikinn drifkraft með þessu dásamlega hlutverki og eins og áður sagt, hvað ég ætti inni mikla þolinmæði!

Uppáhalds mömmu móment (sem er ekki fæðing barnsins/barnanna)?

Ég veit að öllum finnst börnin sín frábærust og flottust en hann er bara svo fáránlega fyndinn að hver dagur er eins og uppistand með þessum krakka. Ég held ég hreinlega geti ekki valið eitt uppáhalds moment. En gullin moment eru auðvitað allir milestones, brosa, hlæja, skríða, labba, hlaupa, tala. Ég elska þegar hann syngur fyrir mig og dansar, segir mér brandara og þegar hann heilsar og kveður alla sem vilja heyra. Uppáhaldið mitt þessa dagana er hvað hann er orðinn “þreyttur” á að heyra mig segjast elska hann og svarar mér hálf utan við sig “Mamma…..agglir esska mig” og brosir svo fallega.

Hvað finnst þér mikilvægt að huga að eftir barneignir þegar viðkemur sjálfri þér?

Passa upp á sig, bæði á líkama og sál. Ekki hætta að “dekra” við þig, fara í klippingu eða plokk og lit, ræktina eða bara í spjall hjá vinkonu (hvað sem kann að vera dekur eða góð stund fyrir viðkomandi)  Bara, ekki gleyma sjálfri þér, ekki gleyma einstaklingnum þér þó svo þú hafir öðlast þetta dásamlega hlutverk, þá ertu enn einstaklingur og mín speki er sú að hamingjusöm mamma er góð mamma. Ég passa að setja hann auðvitað í forgang í einu og öllu, en honum er ekki meint af smá pössun hjá ömmu og afa, ef eitthvað er þá græðir hann bara á því að bonda við fleiri en bara mig. Sjái hann mig sækjast eftir mínum draumum vona ég að það verði honum svo drifkraftur í sinni framtíð “ef mamma gat það þá get ég það”.

2017-02-05 11.38.23

Karitas var sigurvegari The Voice 2017.

Finnst þér næg fræðsla um alla þætti foreldrahlutverksins fyrir barneignir?

Auðvitað mætti vera meiri fræðsla en margt er ekki hægt að kenna nema með upplifun held ég. Ekkert barn er eins og það næsta. Ég mæli með að lesa sig til en samt eiginlega ekki of mikið. Ég segi að það þurfi að kunna og kenna alla grunnþætti en svo verður maður svoldið bara að læra á sitt barn, hvað virkar og hvað virkar ekki. Ég myndi ekki mæla með því að “læra” of mikið heldur fyrirfram (a.m.k. ekki fyrir ofhugsara eins og mig) því maður veit aldrei hvernig þetta verður.

Finnst þér erfitt að skipuleggja tímann þinn með börnunum í kringum vinnu/skóla ?

Það er svoldið púsluspil, ég viðurkenni það. Sérstaklega þar sem ég vinn mikla kvöld og helgarvinnu en ég hef verið ofboðslega heppin með fólkið í kringum mig. Maður skipuleggur sig samt öðruvísi, eða ég gerði það a.m.k. við að eignast barn. Mér finnst ég nýta allan tíma talsvert betur sem ég kannski notaði áður í að horfa á þætti, chilla eða kúra á morgnanna.

2017-07-22 16.54.25

Karitas og Ómar Elí eru bæði með uncomable hair syndrome.

Verslaru mikið á börnin þín hér eða erlendis og hvar þá?

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki dottið harkalega í þennan verslunargír, að verða að eiga þetta merki eða hitt en ég er það ekki heldur með sjálfa mig.

Hann fékk rosalega mikið til að byrja með bara föt af frændum og vinum sem hætt var verið að nota. Föt eru yfirleitt svo vel farin, allavega þessar fyrstu flíkur enda ekki verið að hnoðast mikið í þeim. Í dag tími ég hreinlega ekki að kaupa rosalega dýr föt og merkjavörur nema einstaka sinnum. Ómar hefur alltaf verið stór og langur og er fljótur að stækka og fara í önnur númer og mér finnst það blóðugt að eyða rosalegum peningum í föt bara útaf merki, sem hann passer svo ekki í eftir 2-3 mánuði,

Auðvitað hef ég samt gaman af fallegum flíkum og ég kaupi oft á hann, en ég er yfirleitt að fara í búðir eins og Lindex þar sem mér finnst fötin falleg og á viðráðanlegu verði, eða nota tækifærin þegar ég fer erlendis, kíki í Target eða álíka. Mér finnst fallega flíkur fallegar en finnst þær ekki þurfa að heita eitthvað frekar en annað, kannski ekki vinsæl skoðun haha.

Ertu með einhver ráð fyrir aðra foreldra þarna úti?

Njóta hvers tímabils. Þegar þau eru pínulítil að njóta þess bara, það er auðvelt að detta í “afhverju er hann ekki farinn að sitja”, “afhverju labbar þetta barn sem er jafn gamalt” þau munu labba nógu fjári lengi að það má alveg njóta þess, meira að segja þó þau byrji seinna. Passa að bera sín börn ekki við önnur börn, þau eru öll einstök, gera og læra hluti á sínum hraða.

Hafa gaman, hlæja, elska og taka sig og lífið ekki of alvarlega. Þetta er yndislegt hlutverk og maður á bara að leyfa sér að njóta þess!

Þið getið fylgst með Karitas á eftirfarandi samfélagsmiðlum;

Instagram – karitasharpa

Snapchat – karitasharpa

oskubuska.jpg

Author Profile

Elísabet

Elísabet er 25 ára, 2 barna móðir sem býr á Selfossi. Hún er förðunarfræðingur sem hefur áhuga á móðurhlutverkinu, innanhússhönnun, tísku og bakstri. Hún býr með kærastanum sínum Birki Rafn og börnunum þeirra Emmu Líf og Eriku Rún.


Facebook Comments

Share: