Ljúffeng brokkolí-cheddar súpa

Ljúffeng brokkolí-cheddar súpa

Á haustin finnst mér alltaf ótrúlega gaman að gera súpur. Það er bara eitthvað svo notalegt við að fá sér heita, matarmikla súpu á köldum haustdegi. Þessi súpa er ein af mínum allra uppáhalds og langar mig til að deila með ykkur uppskriftinni af henni

 

Brokkolí-cheddar súpa

 

Innihald:

2 msk smjör

½ bolli saxaður laukur

2 bolli smátt skornar gulrætur

1 stilkur smátt skorið sellerí

1 msk pressaður hvítlaukur

4 bollar kjúklingasoð

2 bökunar kartöflur

1 msk hveiti

½ bolli vatn

2/3 bolli mjólk

2 bollar brokkolí

2 bollar cheddar ostur

 

Aðferð:

Bræðið smjörið í stórum súpupotti. Bætið við lauk, gulrótum og sellerí og steikið við miðlungshita þar til það er orðið mjúkt. Bætið þá hvítlauk við og steikið í 1-2 mínútur í viðbót. Bætið kjúklingasoði og kartöflum við og sjóðið þar til kartöflurnar eru tilbúnar. Blandið hveiti og vatni saman og bætið svo út í súpuna og leyfið henni að þykkna. Bætið þá við mjólk og brokkolí og sjóðið þar til brokkolíið er orðið mjúkt. Bætið að lokum ostinum við og leyfið honum að bráðna

 

// Fylgdu mér á instagram @hildurhlin

 

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share: