Ljúfeng súkkulaðikaka

Ljúfeng súkkulaðikaka

Ég og Viktor Óli bökuðum þessa ljúffengu súkkulaðiköku um daginn, eða hann byrjaði að hjálpa mér sem endaði svo með því að ég bakaði hana.  Hann hefur ekkert mikla þolinmæði fyrir svona hlutum og veður úr einu í annað, bara alveg eins og mamman haha.  Ég fékk þessa uppskrift hjá henni Evu Laufey, snillingur í eldhúsinu með meiru. HÉR 

Ég hef gert þessa súkkulaðiköku svo oft að ég varð bara deila uppskriftinni áfram.  Það er alltaf hægt að treysta á góðar súkkulaðikökur og þessi klikkar aldrei,  og guð minn góður hvað kremið er gott !

kaka

Súkkulaðibotnar:

3 Bollar Kornax hveiti
2 Bollar sykur
3 Egg
2 Bollar AB mjólk
1 Bolli bragðlítil olía (ekki nota ólífuolíu)
5-6 msk. Gott kakó
2 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Matarsódi
2 tsk. Vanilludropar eða vanillusykur.

 

Hitið ofninn í 180°C (blástur)

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum saman og hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið er orðið silkimjúkt. Smyrjið tvö lausbotna form og skiptið deiginu niður í formin. Bakið við 180°C í 20 – 25 mínútur.  Gott er að athuga með kökurnar með því að stinga prjóni eða hníf í kökuna og þannig sjáið þið hvort botninn sé tilbúin.

 

Hrikalega gott smjörkrem:

370 g. Flórsykur
220 g. Smjör
4 msk. Gott kakó
2 msk. Mjólk eða rjómi
2 tsk. Vanilla extract eða vanillusykur
1 msk. Uppáhellt kaffi

Aðferð:

Þeytið saman smjör við stofuhita og flórsykur í svolitla stund, því
næst restin af hráfeninu og svo þeytt vel í nokkrar mínútur. Kremið verður
silkimjúkt ef þið þeytið það í 4 – 5 mínútur. Smyrjið kremi jafnt á milli botnanna og þekið
kökuna svo með kreminu.

Skreytið kökuna eins og þið viljið.

 

Njótið elskurnar

 

 

 

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: