Literal streetart

Færslan er ekki kostuð né unnin í samstarfi við fyrirtækið. Höfundur keypti sjálfur vörurna.


Mig var búið að dreyma lengi um að eignast borgarkort frá Literal Streetart, en þau kort finnst mér vera svakalega falleg og ekki skemmir fyrir að maður getur sett upp sitt kort sjálfur í gegnum heimasíðuna þeirra. Ég var löngu búin að ákveða að Amager yrði fyrir valinu á mínu plakati, en þann bæjarhluta Kaupmannahafnar kallaði ég mitt heima í heil 5 ár og á þar af leiðandi gott svæði í mínu hjarta. Fyrsti staðurinn sem ég bjó á fyrir utan foreldrahús, staður sem ég lærði hratt á lífið og standa á eigin fótum – yndislegir tímar og yndislegir vinir sem enn búa þar.

Síðan hjá Literal Streetart er mjög þægileg og einföld í notkun en á henni velur maður stræðina á plakatinu sem maður vill, áletrunina og finnur svo það svæði sem maður vill láta birtast á kortinu, en einnig getur maður valið úr nokkrum litum á kortinu. Mitt kort er í A4 stærð og í litnum Black Concrete. Ég keypti svo einfaldan svartan ramma fyrir kortið og kom því fyrir upp í hillunni inni í stofu, á stað sem ég sé það oft á dag og hugsa þá hlýlega til elsku Köben.

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *