Leikskólaundirbúningur – Vol. 2 – Leikskólataskan

IMG_20170814_205811_141

 

Þá er bara komið að því, stubburinn byrjar í aðlögun á morgun! Hvert fór tíminn eiginlega, finnst eins og hann hafi komið í heiminn í gær, en time flyes when you’re having fun!

Um helgina byrjaði ég að undirbúa leiksólatöskuna hans, taka til það sem hann þyrfti að hafa af hlífðarfötum, aukafötum og aukahlutum. Langaði að sýna ykkur svona smá hvað ég setti í töskuna hans og hvað ég var búin að hafa til.

 

Hlífðarföt

Regngalli og stígvél – þessi regnjakki er frá 66°N og var keyptur árið 2001 af systur minni fyrir elsta barnið sitt, síðan hefur þessi jakki gengið á milli barna og er Fannar 4 barnið sem notar hann og ég verð að segja að það sér ekki á þessum jakka! Frábær ending. Ég keypti svo bara nýjar buxur við (líka frá 66°N).

20170814_200721

Ég er svo með tvo jakka, einn flísfóðraðan og einn vindjakka – þeir verða ekki beint í töskunni heldur myndi hann nota annan hvorn m.v. hvernig veðar.

20170814_201332

Flísfóðraði jakkinn – mér finnst þessi algjört æði og hefur hann verið mikið notaður. Fékk þennan í H&M

Hann á svo heilgalla, snjógalla o.þ.h. en það fer bara í töskuna þegar byrjar að kólna, frysta og snjóa.

 

Húfur, vettlingar, sokkar:

Ég á nokkur pör af sokkum, vettlingum og húfum sem verða bara til skiptis í töskunni, en ég veit að Joha ullarhúfan verður klárlega staðalbúnaður í töskunni. Þessi lambhúshetta er æðisleg, svo hlý og þægileg og liggur þétt upp við andlitið þannig að það blæs ekkert inn á hálsinn eða eyrun.

20170814_201122

Joha lambhúshetturnar, tvær úr ull og ein þunn úr bómull.

 

20170814_201106

Alltaf gott að vera með nóg af prjónafötum.

Innanundirföt:

Ég er með eitt ullarsett frá 66°N sem ég ætla að hafa bara í töskunni ef það verður eitthvað extra kalt.

20170814_201204

Aukalega:

Í töskunni ætla svo ég að hafa nokkrar duddur sem eru merktar honum og einn bangsa sem ég merki líka sem hann gæti mögulega haft með sér í hvíldinni ef hann verður eitthvað lítill í sér.

Ég setti í töskuna líka auka sokka, buxur og bol svona ef að hann blotnar eitthvað óvart.

20170814_201256.jpg

Fötin sem hann ætlar að vera í fyrsta leikskóladaginn sinn 🙂

 

Taskan verður svo breytingum háð, en það miðast allt við veður og hvað mér finnst vera nausynlegt eftir því sem líður á leikskólagönguna hans.

HildurHlín

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *