Leikskólaundirbúningur – Vol. 1 – Fatamerkimiðar og snuddur

Fannar byrjar á leikskóla núna í ágúst og erum við bæði mjög spennt fyrir því. Hann er búinn að vera heima með mér frá fæðingu þannig að þetta verða viðbrigði fyrir okkur bæði. Held samt að við séum bæði tilbúin í þetta, hann að geta leikið við krakkana á hverjum degi og ég farið mögulega að vinna aftur.

Þar sem að kominn er dagsetning á skólabyrjun hjá honum þá er ég aðeins byrjuð að undirbúa það sem þarf og langar mig að sýna ykkur í nokkrum færslum það sem ég er byrjuð að týna til fyrir hann.

 

Merkimiðar

Það fyrsta sem ég ákvað að kaupa voru merkimiðar í fötin hans en ég var búin að heyra mikið um merkimiðana frá Navnelapper.no, en það eru straufríir límmíðar sem hægt er að festa í föt eða á hluti á mjög auðveldan hátt. Á síðunni þeirra er hægt að velja um allskyns bakgrunna, myndir, liti og leturgerðir og ákvað ég að gera krúttlega bláa miða, með hvítu letri og litlum ísbirni á og er ég alveg svakalega sátt með útkomuna. Ég fékk 120 miða á 179 NOK (það eru um 2.200 ISK) og voru miðarnir komnir til mín innan við þrem dögum frá því að ég pantaði. Gæti ekki verið sáttari við þessi kaup mín.

Endilega kíkið á þessa sniðugu miða hér: www.navnelapper.no

 

Merktar snuddur

Það sem ég ákvað að panta líka voru merktar snuddur. Ég hef nokkrum sinnum pantað snuddur frá Navnesutten.dk og verið svakalega ánægð með þær. Ég ákvað því að panta fleiri þaðan sem gætu verið leikskólasnuddur þar sem að það er mjög gott að hafa sér snuddur sem eiga heima bara í leiksókatöskunni og eru merktar barninu, þá fara þær síður á flakk eða týnast. Ég hef verið að panta týpuna frá Esseka en þær eru mjög svipaðar MAM snuðunum og tekur Fannar jafnt þessar týpur. Ég ákvað að taka latex snuddur í þetta skiptið þar sem hann er kominn með mikið af tönnum og vill stundum bíta vel í snuddurnar. Latex snuddurnar eru sterkari og henta betur eldri börnum, maður verður bara að passa að skipta latex snuddunum oftar út því þær hafa syttri líftíma. Í þetta skiptið keypti ég blandað af litum, og allar af týpunni Happy frá Esseka (svipað og Air týpan frá MAM). Ég hef oftast látið skrifa nafnið hans Fannars Mána á snuddurnar, en ég á reyndar nokkrar sem stendur á mömmustrákur, pabbastrákur og rallýstrákur þannig að maður getur svolítið leikið sér með áletrunina. Ég hef oftast pantað 6 stk saman á fyrir um 145 DKK (það eru um 2.300 ISK) og fengið þær beint inn um lúguna ca 2-3 dögum eftir að ég panta, rosalega fljót og góð þjónusta.
Hér er hægt að skoða og panta snuddurnar frá þeim www.navnesutten.dk

 

Ein snudda var sko ekki nóg 😉

 

HildurHlín

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *