LAVERA GJAFALEIKUR

LAVERA GJAFALEIKUR

Vörurnar fékk höfundur að gjöf

Ég fékk að prófa nýjustu línuna frá Lavera í byrjun sumars, en hún heitir Hydro effect og Detox effect. Allar vörurnar úr línunni eru vegan og ekki prófaðar á dýrum. Almennt eru engar vörur prófaðar á dýrum hjá Lavera og inniheldur stór hluti þeirra ekki dýraafurðir.

Tilgangur línunnar er bæði að veita auka raka sem húðin þarf oft með hverju árinu sem líður í aldri, og að vinna á móti umhverfisáhrifum á húðina. Umhverfisáhrif svo sem mengun og ljósgeislar geta gert húðina viðkvæmari, haft áhrif á jafnvægi húðarinnar, valdið mislitun og þurrkublettum.

Ég gaf mér góðan tíma í að prófa vörurnar áður en ég færi að tala mikið um þær, og hef ég notað þær upp á dag síðan ég fékk þær. Húðin mín var ekki alveg í nægilega góðu jafnvægi en ég var bæði með langvarandi þurrkublett á enninu og litlar hormónabólur með fram og fyrir ofan kjálkabeinin sem voru ekki alveg á því að koma sér.

Eftir um 3 vikur voru bæði hormónabólurnar og þurrkubletturinn farinn, og var húðin almennt ótrúlega fersk og falleg að sjá. Ég áttaði mig á því að í sumar var ég mjög sjaldan með farða á húðinni, og leið mér mjög vel þannig. Hamingjusöm húð – hamingjusöm ég.

Dagkremið er í sérstöku uppáhaldi en það er algjör rakabomba, en maskinn er líka æðislegur. Mér þykir hann kæla og róa húðina mína á sama tíma og hann hreinsar, sem er mikill kostur þegar húðin er þreytt.

Í því tilefni ætlum við Öskubuskur í samstarfi við Lavera á Íslandi efna til gjafaleiks.

Til þess að taka þátt þarf að:

1. Smella á follow á Lavera á Íslandi á instagram (hér).

2. Smella á follow á Öskubuskur á instagram (hér).

3. Tagga vinkonu/vin í komment á þessa mynd (hér).

Ég dreg svo úr leiknum mánudagskvöldið 20.ágúst! LEIK LOKIÐ!!

Dagkremið er stútfullt af andoxunarefnum sem draga úr skaðlegum umhverfisáhrifum. Virkilega mjúkt og rakagefandi krem.

Rakagefandi serum sem inniheldur hyalurin sýru sem kemur í veg fyrir öldrun húðarinnar og gefur aukinn raka. Fyrir allar húðgerðir, notast undir dagkrem.

Silkimjúkur farðahreinsir sem inniheldur lífræna ólífu olíu. Hann djúphreinsar, skilur húðina eftir tandurhreina og gefur henni fallegan ljóma.

Detox effect maskinn er náttúrulegur leir- og þörungamaski sem dregur í sig eiturefni sem húðin safnar í sig úr umhverfinu. Hefur einstaklega létta og silkimjúka áferð. Gefur einnig kælandi og róandi tilfinningu.

Endilega takið þátt í von um að vinna þessar flottu vörur. Þar til næst!

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments