Lakkrísbitar

Lakkrísbitar

Að baka eitthvað er mitt áhugasvið, því ég elska borða það þegar það er tilbúið.  Eins og margir hafa öruglega séð á snapchattinu okkar þá er ég alltaf eitthvað að dunda mér í eldhúsinu, í þetta skipti gerði ég uppáhalds uppskriftina mína. Lakkrísbitar eru eitthvað sem öllum finnst gott,  ég geri lakkrísbita fyrir flestar veislur sem ég er með og þeir klárast alltaf. Það var ein í mömmuhópnum mínum sem kom alltaf með lakkrísbita á hitting hjá okkur og við allar slefuðum yfir þeim haha. Ég bað hana um að senda mér uppskriftina og er hún frá Gulur,Rauður,Grænn & Salt

Mjúkir og djúsi bitar með lakkrís,döðlum,rice crispies og rjómasjúkulaði – gæti ekki hljómað betur.  

img_7253

Ég ætla deila með ykkur uppskriftinni hér:

500 gr saxaðar döðlur  (ég kaupi tilbúnar saxaðar í bónur)

250 gr smjör

120 gr púðursykur

5-6 bollar rice crispies

400 gr rjómasúkkulaði

2 pokar lakkrískurl


 

1.Döðlur og smjör brætt saman í potti.  Púðusykurinn bræddur með þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar.

 

2.Blandið Rice crispies og lakkrískurli saman við og setjið í form í frysti í 10 mín

 

 

3.Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið yfir rice crispiesblönduna og frystið í 30 mín.

4.Skerið í bita og njótið.

img_7483
img_7489

Gæti ekki verið auðveldara.

Enjoy <3

hildur

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: