Kynningarblogg – Selma Sverris

Kynningarblogg – Selma Sverris

Ég heiti Selma Margrét Sverrisdóttir, fædd árið 1990 og alin upp á Húsavík í fyrstu en síðar lá leiðin á höfuðborgarsvæðið. Í dag er ég búsett í Reykavík og hef nýverið eignast mitt fyrsta barn, Val Frey.
Til viðbótar við Val á ég svo 3 stjúpbörn. Í málfræðinni liggur stærsti partur áhugasviðsins en árið 2016 lauk ég Ba. prófi frá Háskóla Íslands í almennum málvísindum. Stefnan er svo á frekara íslenskunám að fæðingarorlofi loknu.

 Skrif mín hér koma eflaust til að vera um allt mögulegt en aðallega þó eitthvað sem mér þykir sniðugt og langar að deila með ykkur. Ég hef mikinn áhuga á allri fagurfræði, heimilinu, skipulagi, þrifum, og nýverið öllu sem snýr að barninu og móðurhlutverkinu. Ég er ótrúlega glöð að fá að gerast Öskubuska og hlakka til að deila með ykkur því sem á daga okkar drífur.

                                                                

21641275_10155844978613678_1615178542_n

selmaa

Author Profile

Selma

Selma er 27 ára móðir frá Húsavík. Búsett í Reykjavík ásamt syni sínum Val Frey (2017). Hún er með Ba. próf í almennum málvísindum og leggur nú frekari stund á nám í íslensku við Háskóla Íslands. Áhuginn liggur í flestu tengdu Íslandi og íslensku en einnig öllu sem viðkemur móðurhlutverkinu, heimilinu, lífsstíl, þrifum, skipulagi og svo mörgu öðru.


Facebook Comments

Share: