Ingibjörg Eyfjörð

13423853_10154334886909885_343231878475029762_n

Ég heiti Ingibjörg Eyfjörð Hólmgeirsdóttir og er 25 ára 2 barna móðir.
Ég er úr Mývatnssveit en er núna búsett í Hafnarfirði með manninum mínum honum Tryggva, börnunum okkar tveim þeim Hólmgeir Loga og Huldu Maríu, og tveim kisum sem heita Vælubíllinn og Öxulhosa. Hólmgeir Logi er fæddur 22 júní 2012 og Hulda María þann 16 júní 2016 svo ég er eins og stendur heima í fæðingarorlofi  og verð það fram í lok þessa árs eða byrjun 2017 ef allt gengur vel.

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á útiveru og dýrum og þegar ég varð ólétt af Huldu Maríu starfaði ég við allskonar sem viðkom hrossum. Planið er svo að fara aftur í það þegar fæðingarorlofið mitt klárast.  Þegar Hólmgeir Logi fæddist fékk ég svo mjög mikinn áhuga á börnum, barnauppeldi og öllu sem því tengist og finnst ákaflega gaman að sameina það með áhuga mínum á útiveru og erum við fjölskyldan mjög dugleg að vera úti, skoða náttúruna og njóta þess að eyða tíma saman.

Einnig er ég mjög áhugasöm um skipulagningu, innanhúshönnun og þrif heimilisins (og yfirleitt yfirdrifið nóg að gera í að þrífa með  einn 4 ára á heimilinu!) og ég er rosalega dugleg að gera allskonar DIY verkefni, hvort sem það er föndur með Hólmgeir Loga eða gefa húsgögnum nýtt líf.

Ég hlakka ótrúlega til að deila með ykkur því sem drífur á okkar daga og öllum þeim verkefnum sem við tökum okkur fyrir hendur.

 

ingibjorg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *