Ég heiti Hildur Hlín og er 32 ára. Ég bý ásamt kærastanum mínum honum Halldóri Vilberg, 9 mánaða syni okkar Fannari Mána og kisunni okkar Brynju (er reyndar kölluð bara kisa af okkur hér heima) í Njarðvík, en ég er þó upprunalega úr Reykjavík. Ég er lærður margmiðlunarhönnuður og hef unnið mikið við graffíska vinnslu frá því að ég útrskifaðist, t.d uppsetningu auglýsinga, blaða og bóka. Ég er einnig lærður naglafærðingur en það nám kláraði ég 2013 og hef unnið við það aukalega með hléum síðan þá. Eins og er þá er ég enn í fæðingarorlofi og verð það þangað til í október og hef hugsað mér að vera heimavinnandi eftir það allavegana þangað til að Fannar fer á leikskóla
Fannar Máni fæddist þann 6.október 2015, en hann mæti 5 vikum fyrir tímann. Hann var 2.952 gr og 47 cm. Við eyddum fyrstu vikunni á vökudeildinni þar sem að hann ákvað að mæta svona snemma og átti í smá öndunarerfiðleikum til að byrja með sem hann hristi svo fljótt af sér. Fannar Máni er það besta sem til er í heiminum og hann gerir mig svo stolta, hamingjusama og þakkláta á hverjum degi.
Ég hef mikin áhuga á allri hönnun, tísku, ljósmyndun, DIY-verkefnum, föndri, prjóni og almennri handavinnu. Bloggið mitt á örugglega eftir að listast smá af því hvernig það er að feta sín fyrstu spor í foreldrahlutverkinu og bland við hönnun, tísku og almennan lífsstíl.
Author Profile

-
Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.
Latest entries
Uncategorized2020.04.07Kókoskúlur
Uncategorized2020.03.26Hugmyndabanki fyrir inniveru
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir HEIMILIÐ
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir UNGLINGINN
Facebook Comments