Kynningarblogg – Gunnur

Kynningarblogg – Gunnur

Hæ öskubusku-lesendur, ég var að bætast í þennan frábæra hóp af konum og er svo vandræðalega mikið spennt að fá að vera með. Ég ætla því að skella inn stutta kynningu til að gefa ykkur smá hugmynd um hvað ég mun koma með hingað á síðuna og aðeins að leyfa ykkur að kynnast mér.

En ég heiti Gunnur og er 26 ára og á tvö börn. Sá eldri heitir Ólafur Fenrir en er kallaður Óli, hann er 7 ára og er einhverfur. Sú yngri heitir Villimey Rún og er sirka 2,5 ára og búum við á vestfjörðunum.

Ég er nýlega orðin einstæð og bý núna í fyrsta skiptið á ævi minni ein, eða eins ein og kona er með tvö börn. Svo já þetta er nýtt ferðalag sem ég er á leiðinni í, en það er að standa á eigin fótum. Ég fór einnig nýlega úr vinnu sem ég hafði mikið öryggi í en vegna andlegrar heilsu þurfti ég að fara og það má segja að ég sé alveg á byrjunarreit í lífinu.

Mér finnst mjög gaman að mála, diy, lestur og margt annað, fæ oft einhverjar dellur sem ég þarf að fara all in í svo maður veit aldrei hvað mér gæti dottið í hug að gera.
Það sem mér hefur fundist gaman að skrifa um er t.d uppskriftir af heimagerðum möskum, skrúbbum, andlitshreinsum og allskonar svona sem tengist heima dekri. Mér hefur líka lengi langað að deila okkar reynslu og upplifun á einhverfunni hjá Óla, greiningin, heimilislífið, ráð og þess háttar og mun svo líka koma með eitthvað tengt andlegri heilsu og andlega viðleitni.

Svo er hún Villimey með eggja og mjólkurofnæmi og er einnig með slæmt barnaexem og því mikið af fæði sem ertir húðina alveg svakalega, svo við þurfum alltaf að passa okkur vel með hvað hún borðar, svo það koma alveg örugglega nokkrar uppskriftir frá mér fyrir ofnæmis og exem pésa.

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna, ég er á Instagram svo endilega kíkið þangað @gunnurbjorns
Og já ég er með grænt hár, en það gæti mögulega þýtt að ég sé korter í taugaáfall, eða ekki við sjáum til!

Sjáumst!

Facebook Comments