KYNNINGARBLOGG – Eydís Sunna

KYNNINGARBLOGG – Eydís Sunna

Ég heiti Eydís Sunna og er 25 ára, fædd og uppalin á Akranesi. Þegar ég hóf háskólanám flutti ég til Reykjavíkur og bý núna með kærasta mínum, barni og kisu í Vesturbænum. Ég átti mitt fyrsta barn í júní 2018. Núna er ég í námi með fæðingarorlofinu og er að klára byggingartæknifræði í Háskóla Reykjavíkur.

Ég mun vera frekar frjálsleg í skrifum, t.d. skrifa um móðurhlutverkið, heimilið, hreyfingu, heilsu, ferðalög, bakstur, förðun og snyrtidót, ljósmyndun og fleira tengt mínum helstu áhugamálum. Ég er svo ótrúlega glöð að fá að tilheyra þessum flotta hóp og hlakka til að deila með ykkur nýjum færslum.

Þið getið fylgst með mér inná instagram: eydisaegis

Hlakka til að byrja!

Author Profile

Eydís Sunna

Eydís Sunna er 25 ára búsett í Vesturbænum ásamt maka, dóttur og kisu. Hún er að klára byggingartæknifræði og hefur áhuga á hreyfingu, móðurhlutverkinu, heimilinu, förðun, ljósmyndun, kökuskreytingum og ýmislegu tengt lífstíl.


Facebook Comments

Share: