Kynningarblog – Lára

 

Hæ hæ kæru lesendur. Ég heiti Lára Ágústsdóttir og er nýr bloggari hér hjá Öskubuskunum. Ég er 33 ára, búin að vera eiginkonan hans Ásgeirs míns í eitt ár, á 3ja ára drengtrippi, tvær dásamlegar stjúpdætur og tel niður dagana í að lítil prinsessa mætir á svæðið. Það er von á henni í lok janúar 2020, bara rétt um átta vikur eftir af meðgöngunni.

Við fjölskyldan fluttum úr Reykjavík á Reykjanesið fyrir þremur árum og búum í Innri-Njarðvík. Ég er leikskólakennari og starfa sem deildarstjóri á dásamlegum leikskóla hér í Njarðvíkinni.

Sem starfandi leikskólakennari og móðir eru börn,uppbygging þeirra og kennsla óneitanlega áhugamál og ástríða í mínu lífi. Ég hef einnig gaman að handverki, hverskyns föndri, prjónaskap og hekli.

Í lífinu hef ég fengið það merkilega verkefni að vera ýmist í ofþyngd eða í miðju þyngdarflökkti. Ég hef ósjaldan gert tilraunir með mataræði mitt og aðra þætti í von um úrlausn minna mála. Í tengslum við þetta verkefni hef ég fengið mikinn áhuga á öllu því sem snýr að andlegri og líkamlegri heilsu, ólíkum mataræðum og ólíkum aðkomum að því sem fólk kallar „lífsstílsbreytingar“. Þetta verkefni er stórt, nokkuð endalaust og oft erfitt viðureignar en á sama tíma merkilegt og mikið lærdómsferli.

Skrif mín verða lituð af áhugamálum mínum, upplifunum og því sem mér finnst áhugavert að deila með ykkur. Ég hlakka til að byrja að blogga og vona að þið munið hafa gaman af.

 

 

Author Profile

Lára

Lára er 33 ára móðir og eiginkona búsett í Reykjanesbæ. Hún á dreng fæddan í maí 2016 og bíður spennt eftir lítilli stúlku sem áætluð er í heiminn í janúar 2020. Hún er leikskólakennari með mikinn áhuga á uppbyggingu og kennslu ungra barna. Önnur áhugamál er handverk, móðurhlutverkið, allt sem lítur að lífsstíl – líkamlegri og andlegri heilsu.


Facebook Comments

Share:
[contact-form][contact-field label="Name" type="name" required="true" /][contact-field label="Email" type="email" required="true" /][contact-field label="Website" type="url" /][contact-field label="Message" type="textarea" /][/contact-form]