Kynjaboð með svart/hvítu þema

Færslan er unnin í samstarfi við Pippu.

Ég á ofboðslega sæta vinkonu. Þessi tiltekna vinkona er komin 38 vikur á leið rúmlega og hey, við vitum allar að á þessum tímapunkti meðgöngunnar erum við gangandi geðbilun með bjúg og svefntruflanir. Hvað er þá í stöðunni til að gera okkur glaðar?

Óvænt kynjaboð með kökum og ostum.

Við erum með rosalega svipaðann smekk á hlutum og mat sem er frábært því þá gat ég valið bara það sem ég myndi vilja hafa og nokkurn veginn treyst á að hún myndi verða hrifin af svart/hvítt/silfraða þemanu sem ég valdi.
Ég hafði samband við Pippu en þau eru með frábært úrval af skreytingum fyrir allskonar veislur og fékk ég að velja mér nokkrar skreytingar til að hafa í veislunni. Sykurmassakökuna keypti ég (og fékk hugmyndina á pinterest, ég virkilega elska pinterest) af konu á Akureyri og hún passaði fullkomlega við allt. Möffinsið er Betty Crocker sem ég eyddi þvílíkum tíma í að búa til (og borða deigið sorry mamma) og svo klippti ég út slaufur og límdi á tannstöngla (piiiinterest!)
Bleyjuturninn gerði ég og geri aldrei aftur (nei grínlaust, horbjóður!) og ég bakaði marengstertuna sem Hildur Hlín deildi með okkur en uppskriftina er að finna hér, ég bætti bara við jarðaberjum í rjómann og jarðaberjum og bláberjum ofan á.

Hér eru nokkrar myndir.
Takk Valkyrja Sandra mín fyrir að leyfa mér að vera partur af þessu öllu saman og Jóhanna – takk fyrir að fljúga frá Reykjavík og hjálpa mér og vera partur af þessum degi. Ómetanlegt.

Processed with VSCO with  preset

Processed with VSCO with  preset

Dúskalengjan á borðinu eru 2.74 metrar og eru svartir hvítir og gull/silfur til skiptis. Langar vandræðalega mikið að hengja þetta uppá vegg hjá mér en okey!

Processed with VSCO with  preset

Processed with VSCO with  preset
Stjörnurnar eru um 1cm að stærð og fást í mörgum litum á aðeins 390kr

Processed with VSCO with  preset

Processed with VSCO with  preset

Rörin koma saman 10 í pakka.

Processed with VSCO with  preset

Hér má sjá leikmuni fyrir barnaboð/kynjaveislu, frábærir fyrir myndatökurnar!

Processed with VSCO with  preset

Processed with VSCO with  preset

Processed with VSCO with  preset

Þið getið fylgst með okkur fjölskyldunni á snapchat; iingibjorg
Þangað til næst!

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: