Kvöld húðrútínan mín

Kvöld húðrútínan mín

Ég þríf húðina mína á hverju einasta kvöldi,  þó ég sé ekki með neitt meik up á mér þá geri ég það samt,  það er mjög mikilvægt að þrífa húðina kvölds og morgna, til að halda öllum óhreinindum frá.

Ég ætla sýna ykkur 5 skref hvernig dagleg kvöldrútínan mín er.

 

  1. Ef ég er með maskara á mér þá byrja ég að nota tvöfalda augnfarðahreinsinn frá Nivea. Ég er með mjög viðkvæm augu og svíður undan flestum augnfarðahreinsum, en þessi lætur mig ekki svíða og er lang bestur að mínu mati. Ég nota hann ekki ef ég er ekki með neinn maskara á mér. Fæst í Bónus,Krónunni og Hagkaup.

10183085

 

2. Ég hef alltaf notað Nivea hreinsimjólk síðan ég byrjaði að hreinsa á mér húðina. Hún hefur hentað mér lang best og ég er með mjög viðkvæma húð og ég nota mjólk fyrir viðkvæma húð.  Ég nota annahvort bara hreinar hendur til að nudda eða mjúkan hreinsibursta frá body shop, þríf svo mjólkina af með rökum þvottapoka.  Fæst í Hagkaup eða Krónunni.

10171827

 

3. Micellar hreinsivatnið frá Garnier nota ég til að taka alla rest af skít sem situr eftir í svitaholum og stöðum sem mjólkin nær ekki. Margir geta notað það til að hreinsa allt andlitið en það hentar mér ekki, en hentar mjög vel til að klára að taka allan farða af. Fæst í Krónunni og Hagkaup.

10169115

 

4. Næturkremið frá Gamla Apótekinu er ég búin að nota stanslaust í eitt ár og ég elska þetta krem, það er mjög milt sem veitir húðinni allan þann raka sem hún þarfnast.  Hentar öllum húðgerðum. Fæst í flestum apótekjum.

79f7b3dc1681ced2

5.  Síðast en ekki síst nota ég Rapid Lash á hverju kvöldi,  ég er með mjög stutt augnhár og hefur þetta lengt augnhárin mín helling, mæli mjög mikið með þessu fyrir þær sem eru í veseni með stutt augnhár.

95801589-492c-4297-9cb7-08832dbd1d2c_rapidlash_eyelashenhancingserum-jpg

 

Svo ætla ég að bæta hér með einum skrúbb sem ég nota 1 sinni í viku og maska sem ég nota einu sinni í viku.

st-ives-scrub2

Þessi skrúbbur er æði og ótrúlega góð lykt af honum. Nota hann einu sinni í viku og hefur hann hjálpað mér að halda húðinni fínni. Fæst í kosti.

12813924_1123835677647799_4972568670209698618_n

ClayBabe maskinn frá SkinBoss er to die for.  Lang uppáhalds maskinn minn hinað til og nota ég hann einu sinni í viku.  Djúphreinsar húðina og hentar öllum húðgerðum.  Fæst á skinboss.is.

 

Vonandi var gaman að sjá mína kvöldhúðrútínu.

hildur

 

 

 

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: