Krakkaföndur – Pinterest inspó

Mér finnst Pinterest æði. Flestar föndurhugmyndirnar okkar Hólmgeirs hafa komið þaðan. Við höfum ekki haft mikinn tíma til að föndra undanfarið en ég kíki samt alltaf reglulega þangað inn til að finna nýjar og góðar hugmyndir. Það er svo margt skemmtilegt hægt að finna á Pinterest og mig langar að deila nokkrum hugmyndum með ykkur.

Flestar hugmyndirnar eru af síðu sem heitir Kid Blogger Network sem má finna hér.

1ac8b48cc95277e91a3d93a18a07c451.jpg

Hversu sniðug hugmynd! Fyrir utan það að föndra sjálfa köngulóna er hægt að leika sér endalaust með hana, búa til sögur í kringum hana og láta hana lenda í alls kyns ævintýrum 🙂

8cf90c2316ae3b00fffe5b5efd9d2c64.jpg

Hólmgeir elskar að klippa. Ég er alltaf frekar rög við að leyfa honum að klippa þar sem ég er alltaf svo hrædd um að hann meiði sig. Spurning um að lengja naflastrenginn aðeins, láta hann fá barnaskæri og leyfa honum að prófa sig áfram með einhverju svona.

77ab01797ab01b96458ad7599186fab3.jpg

Ég huga að við Hólmgeir framkvæmum þessa hugmynd um leið og tækifæri gefst – hann veit fátt skemmtilegra en að hoppa eins og brjálæðingur.

JetPack3.jpg

Held að þessi hugmynd yrði líka svolítið vinsæl, núna er hann mikið í því að leika þyrlu og flugvélar – en hvað er betra en að vera með jetpack á bakinu!

tape-city-20150123-9-800x480.jpg

Og síðast en ekki síst, teipborg! Ó hvað ég elska límband, næstum jafn mikið og Hólmgeir elskar bíla. Hann elskar að keyra trukkana sína útum allt og .. á öllu. Þetta gæti mögulega gefið honum smá “direction” með það hvar hann getur leikið sér með þá (því við skulum bara hafa það á hreinu, það er ekki gaman þegar maður er að elda eða reyna að horfa á eitthvað að börnin séu að keyra trukka sem heyrist endalaust í ofan á eldhúsbekknum eða stofuborðinu).

Vonandi eru einhverjar hugmyndir þarna sem þið getið notað og ég mæli klárlega með að kíkja á Kid Blogger Network Pinterest síðuna ef ykkur þyrstir í föndurhugmyndir! Þarna eru þúsundir hugmynda fyrir krakka á öllum aldri, bæði léttar og einfaldar og svo þyngri hugmyndir. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi allavegana.

Ingibjörg.jpg

Þið finnið mig á Pinterest hér

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *