Kókoskúlur

Kókoskúlur

Ég, eins og svo margir aðrir, er búin að vera mikið heima við síðustu dagana og á svona tímum þarf maður að finna sér eitthvað til dundurs. Eitt að því sem ég hef mikið gert upp á síðkastið er að baka. Um daginn stakk Fannar upp á að við myndum gera kókoskúlur. Hann var mjög duglegur að hjálpa og gerði nánast allt sjálfur með smá hjálp frá mér. Mig langaði að deila með ykkur uppskrift af einföldum og góðum kókoskúlum sem slá alltaf í gegn.

  • 200 gr smjör við stofuhita
  • 1 dl sykur
  • 1 dl púðursykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 4 msk bökunarkakó
  • 6 dl haframjöl
  • 3 msk vatn
  • Kókosmjöl eða kökuskraut

Aðferð:

Setjið allt hráefnið saman í skál og hnoðið saman í vél eða með höndunum. Mótið svo litlar kúlur og rúllið þeim upp úr kókosmjöli eða kökuskrauti. Raðið á bakka eða disk og kælið í um eina klukkustund.

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share: