Klikkuð menningarhátíð

Klikkuð menningarhátíð

Þessi færsla er ekki unnin í samstarfi eða kostuð og keypti ég vörurnar sjálf nema annað sé tekið fram.

Ég fékk þann heiður að taka þátt í 40 ára afmælishátíð Geðhjálpar, listahátíðinni “Klikkuð menning” sem fór fram núna síðustu helgi. Þar setti ég upp mína fyrstu sýningu, “Sálræn litadýrð” en hún innihélt 18 förðunarmyndir af mér sem tengjast mínu bataferli. Í tilefni af því fór ég til Reykjavíkur á fimmtudaginn síðastliðinn.

Þetta verður einskonar “maserpost” um helgina ásamt algengum spurningum sem ég fékk um eða eftir helgi varðandi föt/neglur/húðflúr og fleira. Byrjum bara á byrjuninni.


Á fimmtudeginum fór ég í tattoo til Jason Thompson á Black Kross Tattoo í Hamraborginni í Kópavogi. Falleg fjólubláhærð hafmeyja varð fyrir valinu að þessu sinni og tók þetta 3 klukkutíma tæpa. Þetta var (drullufokkingógeðslega) temmilega sárt en Jason var ótrúlega tillitssamur og fagmennskan skein í gegn. Mæli alfarið með að fólk leggi  leið sína á Black Kross fyrir all  their tattoo needs en hægt er að skoða heimasíðuna þeirra hér, facebook hér, og á instagram @blackkrosstattoo / @jasonthompsonink

Ég kíkti líka til Hemma míns á Modus og fékk frá honum hárspreyið sem mig langaði svo í (að gjöf) en ég var búin að ákveða að túbera á mér hárið á laugardeginum og þurfti eitthvað til að það héldist uppi allann daginn. Varð ekki vonsvikin en hárið á mér haggaðist ekki, og ég er ekki að ýkja. Einnig er liturinn í hárinu frá Hemma en ég sé sjálf um að aflita það – mæli samt með að fara á stofu til þess ef þú veist ekki hvernig þú átt að gera það eða hvað þú átt að nota.

Linsurnar sem ég nota eru frá TTDeye en ef þú kaupir 2 pör færðu það 3 frítt og með kóðanum “ingibjorg” færðu afslátt! Tóku þó nokkrir eftir því um helgina að ég var með eina fjólubláa og eina svarta linsu – það er bara svo gaman að vera fiðrildi!

Á föstudeginum lá leið mín fyrst til elsku Karenar en síðustu 5 ár hef ég farið til hennar í neglur og labba alltaf jafn ánægð út. Og ég ætlaði ekki að sleppa þessari Reykjavíkurferð án þess að fá extra langar  stiletto neglur hjá henni og live my best witchy life bara. Að þessu sinni gerðum við ekki alveg matt svartar eins og venjulega heldur glærar með svörtu smokey – kom ógeðslega vel út og voru margir ótrúlega forvitnir um þær. Hægt er að finna hana á facebook hér og á instagram @futuraneglur

Þaðan lá leið mín niður í Listasafn Reykjavíkur til að setja sýninguna mína upp. Þegar ég var búin að (liggur við mæla fjarlægð milli myndanna með reglustiku því ég var svo stressuð að fólk myndi setja útá það ef þær væru ekki alveg beinar og jafnt á milli .. í alvörunni.) setja myndirnar upp stóð ég heillengi og starði bara á þær og táraðist. Litla ég var í alvörunni að fara að halda sýningu í Listasafni Reykjavíkur. Þetta var svo stórt skref fyrir mig þar sem ég, eins og margir, hef eytt óteljandi stundum í að brjóta mig niður og gera lítið úr sjálfri mér. Það geta allir eitthvað, en enginn getur allt.Til að róa mig niður eftir þetta ákvað ég að kíkja í Rokk og Rómantík á Laugarveginum og ætlaði bara að skoða. Je ræt Ingibjörg. Ég labbaði út með buxur, geðsjúka skyrtu, tösku og hring. Það er bara ekki hægt að fara þarna inn án þess að kaupa eitthvað, trúið mér ég hefði getað keypt mér miklu meira. En, ég held að flestar spurningarnar hafi verið um skyrtuna og hvaðan hún var. Ég mun héðan af vera í þessari skyrtu, nú vantar mig bara stiga og loðna inniskó til að geta labbað niður stiga dramatically. Úrvalið hjá þeim (já og allann jólagjafalistann minn bara) er hægt að skoða á heimasíðunni þeirra hér.

Laugardagurinn.. vá, ég get ekki lýst öllum þeim tilfinningum sem ég upplifði á einum degi. Fyrst og fremst vill ég þakka öllum þeim sem studdu mig í þessu, öllum þeim sem komu, öllum þeim sem sendu mér skilaboð eða hreinlega hugsuðu til mín. Það að fólk skoðaði myndirnar mínar, hlustaði á söguna mína og sagði mér kannski frá sínum reynslum var eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þetta voru 18 myndir af mér með mismunandi farðanir, teknar í gegnum bataferlið mitt, en ekki 18 mismunandi manneskjur eins og margir héldu. Það var magnað að heyra túlkanir annarra og sjá sérstaklega hvernig börn túlkuðu myndirnar. Takk aftur Geðhjálp fyrir að gefa mér þetta klikkaða tækifæri. Viðtalið við mig sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sunnudagskvöld er hægt að horfa á hér.


Einnig fékk ég ófáar spurningar um að ég væri að selja myndirnar mínar, en hægt er að senda mér skilaboð á instagram eða iingibjorg@gmail.com og ræða málin! Ég er alveg örugglega að gleyma einhverju en ég er að krassa all hriklega eftir helgina, mun ekki mála mig næstu daga og ekki fara í háhælaða skó næstu vikurnar.

Þangað til næst.

 

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: