Kaffiskrúbbur frá Skinboss- fyrir&eftir

Eins og svo oft áður hef ég talað um kaffiskrúbbinn frá Skinboss.  Ég held ég sé alltaf að nefna hann aftur og aftur og það er líka fáránlega góð ástæða fyrir því, þessi skrúbbur er life saver fyrir manneskju eins og mig sem vill halda húðinni mjúkri og fallegri.  Þegar ég gekk með strákinn minn þá slitnaði ég rosalega mikið og í fæðingunni og þyngdist svakalega bæði á meðgöngu og eftir meðgöngu og sjálfstraustið hrundi niður í leiðinni. Já þetta gerðist allt á sama tíma! Ég gat ekki horft á sjálfan mig í spegill því mér leið ömurlega að horfa á rauðu og djúpu slitin mín,  ég vissi að ég átti ekki að skammast mín fyrir þau en heey gerir maður ekki alltaf lítið úr sér ef maður sér að það er eitthvað að?

IMG_6925

fyrri myndin er tekin í janúar 2015 og seinni myndin tekin í júlí 2016. Ég byrjaði að nota kaffiskrúbbin í febrúar 2016.

Ég veit ég á ekki að skammast mín fyrir slitin og ég geri það alls ekki í dag eins og ég gerði áður. Ég vildi samt reyna ná mest af rauðu og djúpu slitunum í burtu.  Ég pantaði Skinboss skrúbbin eftir að mamma mín sagði mér nokkrar ótrúlegar sögur um hann, ég var ekki lengi að drífa mig í sturtu þegar ég fékk skrúbbinn í hendurnar og við fyrstu notkun fann ég hvað húðinn mín varð ótrúlega mjúk.  Skrúbburinn hjálpar þér líka að vinna á þurri húð,appelsínuhúð,exemi og er vatnslosandi.

Ég byrjaði að nota hann 2-3x í viku og ég var farinn að sjá mun á slitunum á mér eftir fyrstu 3 vikurnar, ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég fór virkilega að sjá mun og eftir svona stuttan tíma. Ég var svo ótrúlega ánægð að sjá að það var virkilega eitthvað til sem gat hjálpað mér með rauðu og djúpu slitin mín! Núna í dag 7 mánuðum síðar eru þau orðin mjög ljós og mun grynnri og kaffiskrúbburinn hefur gert kraftarverk.  Ég veit að þau hverfa aldrei alveg en þau hafa minnkað um svona 90%. Ég nota hann 1-2x í viku á allan líkaman og ég finn svo ótrúlega mikinn mun á öllum líkamanum. Ég er einnig með mjög slæmt kuldaexem á höndum og hef prófað allskonar krem og sterakrem sem ég hef fengið hjá húðlæknum en ekkert virkar. Eftir að ég byrjaði að nota kaffiskrúbbin þá er ég ekki frá því að ég sé hellings mun á höndunum á mér.

Ég mæli allavega ótrúlega mikið með honum fyrir alla, þó þú sert ekki með slit þá hjálpar hann þér með svo miklu meira en bara það.

skinboss-coffee-scrub

Skinboss.is er núna komin með netverslun og er hægt að panta beint frá síðunni þeirra, einnig eru Skinboss vörurnar á 19 sölustöðum um allt land. Hægt er að sjá sölustaðina hér.

 

hilduryr

 

 

Þið finnið mig á Snapchat:hilduryrolafs

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *