Kaffiskrúbbur frá SkinBoss

 

LYB-Love-Your-Body

Ég hef alltaf verið sú týpa sem vill hugsa vel um húðina mína og hef prófað milljón skrúbba og hef aldrei fundið neitt sem hefur hentað minni húð.  Ég er með kuldaexem á handleggjunum og er með lafandi maga og slit eftir að hafa gengið með barn sem er nátturlega bara eðlilegt.

Svo kynnti mamma mín mér fyrir kaffiskrúbbnum frá SkinBoss sem er íslensk framleiðsla í eigu Svandísar og ég ákvað að slá til og kaupa hann. Ég var svo spennt að prófa hann að ég fór beint heim í sturtu og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum. Þessi skrúbbur er algjör snild og allir ættu að eiga einn inná baði. Það eru engin eiturefni og hann gerir húðina silkimjúka. Í skrúbbnum er olía sem verður eftir á húðinni og því er ekki þörf á því að bera á sig krem eftir sturtu.  Mig langaði að ná húðinni minni góðri þar sem ég þyngdist mikið þegar ég var ólétt og kaffiskrúbburinn stendur alveg fyrir sínu. Ég er búin að vera nota kaffiskrúbbinn núna 2-3x í viku í sirka mánuð og ég sé ótrúlega mikin mun. Húðin er orðin stinnari og slit minna sjáanleg. Exemið á handleggjunum mínum er líka farið að minnka og það sem mér finnst ekki skemma fyrir er að þetta sé íslensk framleiðsla. Ég mun aldrei hætta að nota þennan skrúbb. Hann er sko komin til að vera inná baði hjá mér.

12509657_1634948843432531_5979813243777959844_n

Innihaldið er hreint og ekki með neinum óæskilegum aukaefnum!
Ilmurinn er ómótstæðilegur cocoabutter ,nýmalað kaffi & essential appelsínu olía.
Það er sýnilegur árangur eftir aðeins 1 skipti. Húðin verður nærðari , sléttari og ljómar.
Kaffiskrúbburinn hjàlpar þér að vinna á þurri húð, appelsínuhúð, exemi, psoriasis, acne (bólum), stretchmarks (húðslitum) & slappri húð.

13000592_10154082609544250_1111987174_o

Einnig er SkinBoss með fleiri vörur sem ég mun fjalla um seinna,  því ég elska þessar vörur og mun alltaf gera.

Hægt er að skoða allar vörur og fleiri upplýsingar um vörurnar á skinboss.is og á facebook síðu SkinBoss.

coffee_scrub

Þangað til næst ♥

http---signatures.mylivesignature.com-54494-121-933BE09821EF7D7C20C7894107D4CFBE

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

1 Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *