Kaffi bollakökur // Coffee cupcakes

Processed with VSCO with a5 preset

Ég hef mjög gaman af því að baka en er ekki sérlega dugleg að gefa mér tíma í það. Ég nýtti því páskafrídagana í að taka upp baksturstaktana og fann þessa girnilegu uppskrift af kaffi bollakökum á blogginu lovingitvegan.

Uppskriftin heppnaðist mjög vel en mér finnst kaffi magnið fullkomið og deigið ekki of sætt, kakan vinnur því vel með smjörkreminu, sem inniheldur einnig svolítið kaffi.

Ég er mikil bollakökumanneskja, þið sem fylgist með mér á snapchat (polepanda) eða instagram (amandasophy), hafið eflaust tekið eftir því. Mér finnst þær þægilegar í bakstri og yfirleitt nokkuð fljótlegar. Ég er ekki með mikla reynslu í skreytingum með smjörkremi og þær sem þið sjáið á myndunum voru alls ekki fyrsta tilraun. Góða við bollakökur er að ef sú fyrsta verður ekki falleg þá reynir maður bara við næstu – (og næstu og næstu..).

-English-

I love baking but I don’t really give myself a lot of time for it so when Easter break came up, I decided to pick up my baking stuff. I looked over some recipes on pinterest and found this tempting looking recipe for coffee cupcakes on lovingitvegan. I love cupcakes and I love coffee!

The results were great, the amount of coffee flavour was perfect, the cake itself wasn’t too sweet so it was perfectly combined with the buttercream frosting, that also includes a bit of coffee.

I am a huge fan of cupcakes, as you might have noticed if you are following me on instagram (amandasophy). I find cupcakes to be convenient for baking as they are easy to make and usually don’t take much time. I don’t have a lot of practice in buttercream decorations, the cupcakes on the photos are definitely not my first try! The good thing about cupcakes is that if the first one doesn’t come out beautiful, you can always try to decorate the next one (and the next and next..).

Processed with VSCO with a5 preset

Bollakökur // Cupcakes

– 2 bollar (250g) hveiti / 2 cups flour

– 1 bolli (200g) hrásykur / 1 cup brown sugar

– 1 tsk matarsódi / 1 tsp baking soda

– ½ tsk salt / ½ tsp salt

½ tsk kanill / ½ tsp cinnamon

– 3 mtsk instant kaffi / 3 tbsp instant coffee

– 2 mtsk heitt vatn / 2 tbsp hot water

– 1 bolli (240ml) möndlumjólk eða önnur plöntumjólk / 1 cup almond milk or other type of plant based milk

– 1/3 bolli ólífuolía / 1/3 cup olive oil

– 1 mtsk eplaedik / 1 tbsp apple cider vinegar

– 1 höregg (möluð hörfræ + vatn) / 1 flax egg (ground flax seed + water)

Smjörkrem // Buttercream frosting

– 3 bollar (375g) flórsykur / 3 cups confectioners sugar

– 1/3 bolli (75g) vegan smjör / 1/3 cup vegan butter

– 1 mtsk instant kaffi / 1 tbsp instant coffee

– 2 mtsk möndlumjólk / 2 tpsb almond milk

– 1 tsk vanillu extrakt / 1 tsp vanilla extract

Processed with VSCO with a5 preset

Ofninn er forhitaður í 180°C og bollakökuformum raðað í bakka. Hveiti, sykur, matarsódi, salt og kanill er hrærð saman í skál. Instant kaffi er hrært við heitt vatn þar til það verður þykkt og möndlumjólk þá blandað við.

Kaffi blöndunni er þá bætt út í skálina ásamt vanillu, ólífuolíu og eplaediki. Höregg er útbúið með því að blanda 1 mtsk af möluðum hörfræum við 3 mtsk af heitu vatni og látið standa í smá stund svo blandan þykkni.

Hrærið deigið saman við höreggið og hellið jafnt í 12 bollakökuform. Bakið í 25 mín. eða notið tannstöngul til að kanna hvort þær séu bakaðar (ef hann kemur upp hreinn úr miðju deigsins, eru þær tilbúnar).

Blandið instant kaffi við möndlumjólk og vanillu, hrærið svo við smjör og flórsykur í hrærivél. Hrærið rólega í fyrstu og aukið svo hraðan þar til silkimjúkri áferð er náð. Bætið við smávegis möndlumjólk ef þykktin er of mikil, eða flórsykri ef áferðin er of þunn. Persónulega þurfti ég að bæta við smávegis af mjólkinni.

Skreytið bollakökurnar með kreminu (eða dúmpið því bara ofan á, sama bragð í hreinskilni sagt, en kemur ekki jafn vel út á matarbloggi) og sáldrið smávegis kanil yfir.

Sjúklega góðar bollakökur sem ég mæli svo sannarlega með!

-English-

Preheat the oven to 180°C (350 °F) and line cupcake liners in a tray. Mix together flour, sugar, baking soda, salt and cinnamon in a bowl. Mix instant water with hot water until it becomes thick, then add almond milk.

Add the coffee mixture to the bowl along with vanilla, olive oil and apple cider vinegar.

Prepare the flax egg by mixing ground flax seeds with hot water and let it sit for a little bit so it thickens.

Add the flax egg to the bowl and mix everything together. Pour the dough into 12 cupcake liners. Bake for 25min. or until a toothpick comes up clean from the center of the cake.

Mix instant coffee with almond milk and vanilla, then add with butter and confectioners sugar. Beat on low in a stand mixer, then gradually increase the speed until a smooth consistency has been aquired. Add a little of almond milk if the consistency is too thick, or confectioners sugar if it is too thin. I had to add a few drops of almond milk.

Decorate the cupcakes with buttercream frosting (or just slather it on, it tastes the same to be honest, but doesn’t look as good in a food blog) and sprinkle with a tiny bit of cinnamon.

I really enjoyed these, they were super delicious and I recommend trying them out!

Processed with VSCO with a5 preset

Þar til næst!

25394161_10155102685835983_63182946_n

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments