Jólaföndrið fyrir jólafríið.

Jólaföndrið fyrir jólafríið.

Það er ótrúlega mikið af skemmtilegu föndri sem hægt er að gera með börnunum fyrir jólin hvort sem það er til að búa til jólaskraut fyrir heimilið, nýta tímann í jólafríinu eða jafnvel til að lauma í jólapakkann handa ömmu og afa. Hér eru nokkrar hugmyndir sem ég fann á pinterest sem ég er spennt að prófa með litlu stúfunum mínum.

fc4c46f9549a2f3ad8d104502f12ed3e (1) 686ec0e2c2fec02713d3f9456936ec0f Screen-Shot-2014-11-23-at-8.29.12-PM

Það er hægt að gera ótrúlega mikið með trölladeig, hérna eru nokkrar skemmtilegar útgáfur og það eina sem þarf er hveiti, salt, vatn og til að gera það enn skemmtilegra er hægt að mála það eða nota piparkökuform til að búa til jólatrésskraut.

2f9273090ab4406b745b9a322a3e1b0e

18810ed30773f6fc0ee58bae62eff3ba e7c6319dc99a0a974577daede3ab9a4f

Þetta er mjög skemmtileg leið til að eiga handaför og fótspor barnanna, sniðugt að merkja þau með nafni og ártali og þá er hægt að sjá muninn á milli ára.

fda627ddce6ff7e96434ba0d731e4f91 0d861c044f762574da74328af55ad5e1 77da4d62697da5de4ebcf640dd482e89 5b2236d69a73a6c7caef038e0e0028ed

Pappadiskar, tómar klósettpappírs rúllur og kaffifilterar fá nýtt líf, hér er hægt að leyfa hugmyndafluginu hjá börnunum að ráða og líka nýta það sem er til heima.

c0c703927194dd5a598ffb0d38de9419 cf23c5fbab4272c21d66a20dfeeaee9f 7b643a8a9104fddc1e4a2bce93b33e84 f32802e5da0712c3f5de67d11117b54e

Hér eru síðan nokkrar sniðugar hugmyndir af jólagjöfum sem börnin geta búið til og gefið fjölskyldumeðlimum.

Ég fékk allar þessar hugmyndir af pinterest og ég mæli með að skoða þar inná ef þið eruð að leita af jólaföndurs hugmyndum, hvort sem það er með eða án barnanna 😉

Gangi ykkur vel og gleðileg jól.

Elisabet-1-300x58

Author Profile

Elísabet

Elísabet er 25 ára, 2 barna móðir sem býr á Selfossi. Hún er förðunarfræðingur sem hefur áhuga á móðurhlutverkinu, innanhússhönnun, tísku og bakstri. Hún býr með kærastanum sínum Birki Rafn og börnunum þeirra Emmu Líf og Eriku Rún.


Facebook Comments

Share: