
Það er ótrúlega mikið af skemmtilegu föndri sem hægt er að gera með börnunum fyrir jólin hvort sem það er til að búa til jólaskraut fyrir heimilið, nýta tímann í jólafríinu eða jafnvel til að lauma í jólapakkann handa ömmu og afa. Hér eru nokkrar hugmyndir sem ég fann á pinterest sem ég er spennt að prófa með litlu stúfunum mínum.
Það er hægt að gera ótrúlega mikið með trölladeig, hérna eru nokkrar skemmtilegar útgáfur og það eina sem þarf er hveiti, salt, vatn og til að gera það enn skemmtilegra er hægt að mála það eða nota piparkökuform til að búa til jólatrésskraut.
Þetta er mjög skemmtileg leið til að eiga handaför og fótspor barnanna, sniðugt að merkja þau með nafni og ártali og þá er hægt að sjá muninn á milli ára.
Pappadiskar, tómar klósettpappírs rúllur og kaffifilterar fá nýtt líf, hér er hægt að leyfa hugmyndafluginu hjá börnunum að ráða og líka nýta það sem er til heima.
Hér eru síðan nokkrar sniðugar hugmyndir af jólagjöfum sem börnin geta búið til og gefið fjölskyldumeðlimum.
Ég fékk allar þessar hugmyndir af pinterest og ég mæli með að skoða þar inná ef þið eruð að leita af jólaföndurs hugmyndum, hvort sem það er með eða án barnanna 😉
Gangi ykkur vel og gleðileg jól.
Author Profile

-
Elísabet er 25 ára, 2 barna móðir sem býr á Selfossi. Hún er förðunarfræðingur sem hefur áhuga á móðurhlutverkinu, innanhússhönnun, tísku og bakstri. Hún býr með kærastanum sínum Birki Rafn og börnunum þeirra Emmu Líf og Eriku Rún.
Latest entries
Barnið2019.04.16Páskafrís dunderí.
Annað2018.10.01Elsku pabbi.
Fréttir2018.06.21Að gefa egg – mín reynsla.
Uppskriftir2018.04.04Mexíkóskt kjúklingalasagna.
Facebook Comments