Jeffree Star Cosmetics // Androgyny pallette

DSC_2411edit

Færslan er ekki kostuð, vöruna keypti ég sjálf // I bought this product myself – no collaboration

Eftir að ég setti inn færsluna mína um uppáhalds förðunarvörur (hér), þá fór ég skoða hvað fleira væri í boði af vegan snyrtivörum. Það er að sjálfsögðu hættulegur farvegur fyrir vísa kortið mitt og endaði ég á því að panta mér nokkrar vörur auk þess sem nokkrar vörur fóru á óskalistann minn.

Mér til mikillar gleði komst ég að því að förðunarvörur Jeffree Star eru bæði vegan og ekki prófaðar á dýrum (cruelty free). Þeir sem þekkja til vita að vörurnar eru almennt litsterkar og fallegar, en skinfrost vörurnar eru sérstaklega vel þekktar.

Ég varð strax hugfangin af pallettunni Androgyny sem inniheldur marga fallega og fjölbreytta liti. Ég er ekki hrifin af því að kaupa  nýjar snyrtivörur án þess að hafa kynnt mér þær almennilega og skoðaði því ýmis reviews og youtube video varðandi pallettuna. Þessi palletta er m.a. talin ein af betri vegan pallettum sem í boði eru, og býður hún upp á endalausa möguleika hvað útlit varðar.

-English-

After writing my blog about my favorite makeup products (here), I started looking into what was available online of vegan and cruelty-free makeup. This is of course a dangerous path for my visa card, who took a bit of a hit. I purchased a few products and added a few products to my „wish-list“.

I was really glad to find out that Jeffree Stars Cosmetics is vegan and cruelty free! The products are known to be gorgeous and highly pigmented, and the Skinfrost products are quite popular.

I was amazed by the beautiful colors and variety of the Androgyny pallette and decided to look into some reviews and tutorials to see if it would be worth the buy, realizing it was thought to be one of the best vegan pallettes out there. Sign me up!

DSC_2417edit

Ég pantaði hana loks og varð alls ekki fyrir vonbrigðum! Hvílíkir litir, hvílík fegurð! Ég vissi ekki hvað litsterkur augnskuggi væri fyrr en ég kynntist þessari vöru (vissulega get ég þó talið á fingrum annarrar handa hversu margar pallettur ég á). Á sama tíma þá blandast litirnir vel og það dettur ekkert augnskuggaduft í andlitið við ásetningu.

-English-

I finally ordered it a few weeks later and I was not disappointed. I honestly did not know what pigmented eyeshadow was until I tried this pallette (although, to be fair, I do not have that many pallettes). The colors blend well and I haven‘t experienced any fallout during application.

DSC_2420edit

Ég leyfi myndunum að tala! Þið fáið að sjá tvær mismunandi útfærslur sem ég hef gert með pallettunni en það er þó stórt skref út fyrir minn þægindaramma. Ég er alls ekki förðunarfræðingur og hef verið feimin við að prófa mig áfram í augnskuggum því mér hefur oft þótt erfitt að ná góðri blöndun og réttum litasamsetningum.

-English-

I will allow the pictures to speak for themselves. Here are two different looks I made with my pallette although posting them here is a bit out of my comfort zone. I‘m no makeup artist and used to struggle with applying eyeshadow, blending and mixing right colors.

Processed with VSCO with a5 preset

IMG_20180227_203211_602

Burstana pantaði ég frá Spectrum Collections, en allir burstarnir þeirra eru vegan og cruelty free. Þeir eru mjög mjúkir og ég er afskaplega ánægð með þá. Ég hef lengi notað Real Techniques sem er einnig vegan og cruelty free merki, en helsti gallinn þeirra er að það er ekki alltaf til bursti líkur þeim sem mér vantar, eða þá að hann fæst einungis í setti. Hjá Spectrum Collections er bæði hægt að panta hin ýmsu sett eða versla einn og einn bursta eins og hentar.

Þessir eru úr augnburstasetti sem ég verslaði hér.

Þangað til næst!

-English-

The brushes are from Spectrum collections, all products are vegan and cruelty free. They are really soft and I genuinely love them. I have been using Real techniques for quite a while (also V and CF) but one flaw is that they don‘t always have the type of brush I need in their range, and alot of their brushes are only sold in sets. At Spectrum Collections you have the choice of ordering various sets OR single brushes as needed.

Pictured brushes are from an eye blending set, here.  

25394161_10155102685835983_63182946_n

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments