
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Heimkaup.is og fékk höfundur vörurnar að gjöf.
Hulda María verður 2 ára núna eftir rúmlega 2 vikur og við vorum búin að ákveða að gefa henni jafnvægishjól. Þó First Bike sé vissulega góður kostur var samt eitthvað við þau sem heillaði mig ekki alveg svo ég hélt áfram að skoða. Þá rakst ég á Janod jafnvægishjólin sem fást á heimkaup.is og varð um leið alveg dolfallin. Þau voru svo frábær að gefa okkur hjól og Janod hjálm með.
Við völdum þetta hjól en ég er búin að sætta mig bara við að flest sem Hulda mun eiga verður bleikt. Janod jafnvægishjólið er ótrúlega auðvelt í samsetningu (fyrst ég gat sett það saman þá geta það allir, staðfest!), það er létt og svo skemmir ekki fyrir að það er ótrúlega fallegt. Hjálmurinn er svo stillanlegur svo hún getur notað hann eftir því sem hún stækkar. Núna taka bara við stífar hjólaæfingar fyrir litlu dömuna sem var sko aldeilis ánægð með þessa gjöf.
Það er akkúrat líka TAX FREE í gangi hjá Heimkaup.is þannig að ég mæli með því að allir hoppi á tækifærið og geri góð kaup en það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi hjá þeim!
Þangað til næst!
Author Profile

-
Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.
Latest entries
Annað2020.02.18Kveðjustund
Uncategorized2019.12.31THE DECADE CHALLENGE
Afþreying2019.12.15TIK TOK – Erum við nógu meðvituð?
Annað2019.12.06ROKK OG RÓMANTÍK ÓSKALISTI
Facebook Comments