Iron Nation APPAREL

Iron Nation APPAREL

Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi og fékk höfundur enga greiðslu eða vörur í formi greiðslu fyrir skrifin.

Mig langaði til að segja ykkur smá frá nýju íþróttafatamerki sem ber nafnið Iron Nation Apparel.

Þeir bræður Daníel Snær og Tryggvi Steinn Sigfússynir eru mennirnir eru á bakvið Iron Nation. Þeir eru báðir fæddir og uppaldir á Þórshöfn á Langanesi. Þeir höfðu lengi velt fyrir sér hvað þeir gætu gert í auka frítímanum sínum sem síðar þróaðist útí áhuga á því að hanna sína eigin íþróttafatalínu. Ég fékk að spurja þá nokkra spurninga um fatalínuna.

Hvaðan kom nafnið “Iron Nation”?
Þegar við vorum búnir að átta okkur á sirka hvað okkur langaði til að gera þá vissum við að það þyrfti að vera til eitthvað flott nafn yfir þetta verkefni. Við höfðum oft verið að tala um IRON BROTHERS svona okkar á milli í ræktinni og ætli nafnið hafi ekki komið út frá því.

Hvaða vörur bjóðið þið uppá?
Við erum með fjölbreytt úrval af kvenna og karla fatnaði fyrir allann aldur og við stefnum að því að bæta enn fleiri vörum við úrvalið á þessu ári. Í síðustu viku vorum við t.d að taka á móti nýjum vörum en í þeirri línu eru buxur og peysa. Þar á undan vorum við búnir að vera með camo hettupeysu og nýtískulega íþróttaboli fyrir alla.

Hvernig hafa viðtökurnar verið? 
Viðtökurnar hafa verið alveg rosalega góðar, sérstaklega hér á Þórshöfn og í okkar nærumhverfi eins og Raufarhöfn, Kópaskeri, Bakkafirði og Vopnafirði og erum við rosalega þakklátir fyrir það.

Hvert stefniði?
Við stefnum auðvitað að því að halda áfram að stækka okkar vörumerki og halda áfram að bjóða uppá góða vöru á verði sem allir hafa efni á. Væri rosalega gaman að færa út kvíarnar og koma Iron nation meira út um allt land. Svo stefnum við að því að opna heimasíðu þar sem við getum boðið uppá vörurnar okkar í netverslun.  Við ætlum líka að reyna að byrja með einkaþjalfun í gegnum þetta verkefni og flétta þetta eitthvað saman og það ætti allt að skýrast þegar við opnum heimasíðuna.

Þið finnið Iron Nation hér a facbeook en þar er einnig ótrúlega spennandi leikur í gangi þar sem þú getur unnið buxur og peysu og smá aukapakka frá Perform.is.

Ég er ótrúlega spennt að sjá næstu skref hjá strákunum hjá Iron Nation!
Þangað til næst.

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: