
Um versló ákváðum við fjölskyldan að gera okkur dagamun og skella okkur til Akureyrar. Ég bý svo vel að besta vinkona mín og bloggari hjá www.komfort.is hún Valkyrja Sandra er búsett þar ásamt sinni fjölskyldu. Þar sem þau voru í bústað þessa helgi þá lánaði hún okkur íbúðina sína og ég stóðst ekki mátið að taka nokkrar myndir af fallegu íbúðinni hennar en Sandra er með ótrúlega fallegan smekk og gott auga. Hún er líka ein af þessum sem skoðar mikið í Hertex, nýtir sér tilboð í verslunum og notar Aliexpress óspart svo henni hefur tekist að gera íbúðina að heimili á spottprís!
Leyfum myndunum að tala fyrir sig.
(hahahahahahahaafhverjulagaðiégekkiskjöldinnþettamunpirramigaðeilífu)
Ef þið viljið vita hvar hún fékk eitthvað sem þið sjáið á myndunum er best að hafa samband við hana beint en þið finnið hana á facebook hér og á instagram undir: vaalkyrjan
Þangað til næst!
Author Profile

-
Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.
Latest entries
Annað2020.02.18Kveðjustund
Uncategorized2019.12.31THE DECADE CHALLENGE
Afþreying2019.12.15TIK TOK – Erum við nógu meðvituð?
Annað2019.12.06ROKK OG RÓMANTÍK ÓSKALISTI
Facebook Comments