Hversdags förðunarvörur:

Hversdags förðunarvörur:

Ég hef mjög mikin áhuga á förðun og ligg ég stundum á youtube að skoða hvernig á að farða sig . Tanja vinkona mín hefur kennt mér nánast allt sem ég kann og hefur hún sagt mér frá allskonar vörum sem ég ætti að kaupa . Hún er algjör snillingur að farða og hefur farðað mig þó nokkuð oft fyrir eitthver tilefni.

Ég er ekki sú manneskja sem mála mig á hverjum degi og skammast ég mín ekkert að fara ómáluð út úr húsi,ég er með bólur,rauða húð og bauga en þetta er bara allt eðlilegt, við eigum að vera sáttar hvernig við erum í raun og veru.

 

 

Hér ætla ég að sýna ykkur helstu vörurnar sem ég nota þegar ég mála mig:

 

1. Anastasia Beverly Hills Dipbrow
Þetta fullkomnar augabrúnirnar og gerir þær svo ótrúlega fallegar.  Ég nota í litnum Chocolate . Fæst á nola.is og beautybar.is
2. Maybelline Baby Skin primer
Þessi primer er ekki til á íslandi,  ég keypti hann í Glasgow þegar ég var þar í nóvember.
3. True Match frá Loreal
er uppáhalds meikið mitt. Ótrúlega fallegt og nátturulegt meik – Ég nota í litnum Golden Beige (W3).  Fæst í Hagkaup
4. MAC pro longwear concealer
Þessi hyljari er eitthvað sem allir verða að eignast, ótrúlega fallegur og hylur mjög vel. Fæst í MAC Kringlunni og MAC Smáralind.
5. Stay Matte púðrið frá Rimmel nota ég til að setja hyljaran í litnum Transparent.
Fæst í Hagkaup
6. Lancome Grandiose og Maybelline Lash Sensational 
Get ekki valið á milli þessa tveggja maskara því þeir eru báðir mínir uppáhalds. Ég er með mjög stutt augnhár og þeir báðir lengja og þykkja og ég elska þá.
Fást báðir í Hagkaup.
7.  Loreal True Match Kinnalitur í litnum Blush Peach
Fæst í Hagkaup og Heimkaup.is.
8. Maybelline augnskuggi í litnum Lustrous Beige.
Ég nota þennan augnskugga frá maybelline sem highlighter og hann er sjúklega flottur í það.  Hann er alls ekki dýr og fæst í Hagkaup,Lyfju og á Harvorur.is
9. MAC varalitur í litnum Brave
Ég elska þennan lit,  hann er svo ótrúlega flottur og hægt að nota hann í öll tilefni. Hversdags og á djammið. Fæst í MAC Kringlunni og MAC Smáralind.
10. Mac Fix+
Enda alltaf á að spreyja yfir með fix+.  Rakagefandi sprey og farðin helst betur á.
Fæst í MAC Kringlunni og MAC Smáralind.
http---signatures.mylivesignature.com-54494-121-933BE09821EF7D7C20C7894107D4CFBE

 

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments