Hvar eru hátíðarnar sumarið 2019?

Hvar eru hátíðarnar sumarið 2019?

Nú er júní loks genginn í garð og fólk er farið að detta í sumarfrí. Okkur hjá Öskubusku datt í hug að taka saman lista yfir helstu hátíðir sumarsins, þessi listi er þó alls ekki tæmandi en þvílíkt magn af hátíðum og afþreyingu á einu landi! Það vita nú flestir að það er eitthvað að gerast hverja einustu helgi í sumar, enda eru Íslendingar ekki þekktir fyrir að sitja auðum höndum yfir sumarið, sama hvernig viðrar!

Kótelettan BBQ and music festival fer fram 7-10 júní. 10 ára afmæli Kótelettunnar er í ár og má búast við bilaðri skemmtun á Selfossi þessa helgina.

Víkingahátíð á Víðistaðatúni í Hafnarfirði fer fram 13-17 júní .

Bíladagar á Akureyri
fara fram 14-17 júní, ein stærsta hátíð sumarsins sem bílaáhugamenn mega ekki láta framhjá sér fara. Nánari upplýsingar á heimasíðu Bílaklúbbs Akureyrar.

Hvalfjarðardagar 2019 fara fram helgina 21-23 júní.

Lummudagar í Skagafirði verða 22-24 júlí.

Sumarsólstöðuhátíð í Grímsey fer fram 21-24 júní. Sjá upplýsingar á heimasíðu Grímseyjar www.akureyri.is/grimsey/ þegar nær dregur.

Götuhátíð á Flateyri fer fram 27 júní.

Hamingjudagar á Hólmavík standa yfir helgina 28-30 júní.

Bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram 28-30 júní.

Bíldudals Grænar Baunir verða dagana 28-30 júní.

Humarhátíð á Höfn í Hornafirði fer svo einnig fram 28-30 júní.

Vopnaskak á Vopnafirði er 1-5 júlí.

Írskir dagar eru haldnir 4-7 júlí á Akranesi.

Goslokahátíð í Vestmannaeyjum er 5-7 júlí næstkomandi en þar að auki er 100 ára afmæli Vestmanneyjarbæjar og verður ekkert lítið fagnað þá helgi!

Eistnaflug er auðvitað á sínum stað 10-13 júlí.

Hríseyjarhátíð verður þann 13-14 júlí.

LungA á Seyðisfirði er haldið frá 14-21 júlí.

Bryggjudagar á Þórshöfn eru 18-21 júlí.

Miðaldadagar á Gásum eru helgina 20-21 júlí.

Húnavaka verður þann 20-22 júlí á Blönduósi.

Eldur í Húnaþingi verður haldið dagana 25-28 júlí.

Á góðri stund í Grundarfirði er einnig haldið 25-28 júlí.

Franskir dagar verða á Fáskrúðsfirði þann 25-28 júlí.

Mærudagar á Húsavík verða haldnir 26-28 júlí.

Bræðslan verður haldin hátíðleg þann 27 júlí á Borgarfirði Eystri.

 

 

Verslunarmannahelgin er auðvitað ein stærsta ferðahelgi ársins og margt að gerast á landinu, meðal annars auðvitað Þjóðhátíð í Eyjum, Mýrarboltinn eða Ein með Öllu á Akureyri.

Hinsegin Dagar verða haldnir hátíðlegir 8-17 ágúst þetta árið en nú í ár er 20 ára afmæli Reykjavík Pride!

Fiskidagurinn mikli verður að vanda á sínum stað helgina 8-11 ágúst.

Gæran er tónlistarhátíð haldin á Sauðárkróki þann 11-13 ágúst.

Danskir dagar í Stykkishólmi verða þann 16-18 ágúst.

Tóðugjöld á Hellu eru dagana 16-18 ágúst.

Blómstrandi dagar í Hveragerði eru haldnir þann 16-19 ágúst.

Útsæðið á Eskifirði er haldið þann 18-19 ágúst.

Menningarnótt í Reykjavík er þann 24. ágúst.

Akureyrarvaka er dagana 30-31 ágúst.

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima verður haldin 30. ágúst til 1. september.

Við vonum að allir finni sér eitthvað skemmtilegt að gera í sumar með fjölskyldu og/eða vinum!

Facebook Comments

Share: