HVAÐA LINSUR NOTA ÉG? + afsláttarkóði!

HVAÐA LINSUR NOTA ÉG? + afsláttarkóði!

Þessi færsla er ekki unnin í samstarfi við TTDEYE, ég fékk bara afsláttarkóða þegar ég verslaði hjá þeim og vill deila honum en kóðinn ´ingibjorg´ gefur ykkur 10% afslátt af pöntuninni!

Undanfarið hafa margir verið að spurja mig útí linsurnar sem ég  nota. Ég kaupi þær hjá TTDeye, og hef gert síðan í  byrjun árs. Ég hef ekki mikla reynslu af linsum, hef nokkrum sinnum keypt hjá Hókus Pókus en fannst þær alltaf frekar dýrar miðað við endingartímann.

Ég er búin að kaupa 4 pör af linsum frá TTDeye. Þessar svörtu, þessar fjólubláu, ljósbláu og svo þessar hér mesh linsur. Með afslætti á seinasta parinu sem ég keypti (keypti fyrst 3 saman og svo keypti ég 1 par) kostuðu þær tæpa 78 dollara eða 9800kr rétt rúmar sem gerir um 2400 á par og finnst mér það alls ekki mikið fyrir linsur sem gilda í 12 mánuði.

Ég nota mjög sjaldan 2 eins linsur. finnst lang skemmtilegast að blanda þeim saman eins og margir hafa tekið eftir. Ég er enn að brasast frekar lengi við að troða þeim í þar sem ég er ekki vön linsunotkun en þetta kemur með æfingunni. Pakkanum fylgir líka svona sett með lítilli töng og priki með sogskál en mér finnst miklu þægilegra að nota það heldur en að vera að troða puttunum í augun á mér (já og plús það að ég get ekkert gert það með þessar neglur reyndar). Ég finn ekki mikið (og yfirleitt ekkert, aðallega bara þegar ég er orðin þreytt sem ég finn eitthvað) fyrir því að vera með þær heldur sem er stór plús.

Linsurnar endast í 12 mánuði og er TTDeye með 3 fyrir 2 á linsum auk þess að vera oft með skemmtileg tilboð í gangi og hægt er að fá linsur með styrkleika. Mæli með að fólk skoði þetta ef það hefur hug á linsukaupum!

Þangað til næst!

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: