Hugmyndir fyrir konudaginn

Hugmyndir fyrir konudaginn

 

Konudagskakan frá Sætum syndum er dásamlega falleg!

Gefðu henni pottaplöntu í staðinn fyrir blómvönd.

Farðu með hana út að borða eitthvert út fyrir bæjarmörkin.

Raðaðu öllu því sem hún heldur upp á í körfu: sælgæti, snakki, víni, mat, drykk eða hverju sem er.

Post-it miðar með fallegum orðum úti um allt!

Heitt bað með rósablöðum, baðbombu, vínglasi, jarðarberjum og kertaljósum.

Gefðu henni gjafabréf í naglaásetningu.

Fáðu pössun fyrir börnin, leyfðu henni að sofa út og mundu að þú þarft ekki að gera neitt meira en að kyssa hana og segja henni eitthvað fallegt ef það er það sem þig langar til að gera. Það er engin kona verr gift þó hún fái ekki nýja Macbook, utanlandsferð eða nýja Samsungsímann í konudagsgjöf.

Author Profile

Selma

Selma er 27 ára móðir frá Húsavík. Búsett í Reykjavík ásamt syni sínum Val Frey (2017). Hún er með Ba. próf í almennum málvísindum og leggur nú frekari stund á nám í íslensku við Háskóla Íslands. Áhuginn liggur í flestu tengdu Íslandi og íslensku en einnig öllu sem viðkemur móðurhlutverkinu, heimilinu, lífsstíl, þrifum, skipulagi og svo mörgu öðru.


Facebook Comments