Hugmyndalisti – Hvað er hægt að gera með krökkunum í sumar?

Hugmyndalisti – Hvað er hægt að gera með krökkunum í sumar?

Ég er búin að vera að skipuleggja smá hvað við fjölskyldan getum gert saman núna í sumar, þá bæði yfir fríhelgar og svo í fríinu sem við tökum öll saman. Ég ákvað að setja saman lista yfir hluti bæði sem kosta lítið sem ekki neitt og svo annan yfir það sem kostar kannski aðeins meira. Oft er maður hugmyndalaus eða hefur ekkert planað þá er gott að grípa í listann og athuga hvort maður finni ekki eitthvað sniðugt á honum.

Datt í hug að það væri sniðugt að deila honum með ykkur þar sem að ég setti bæði niður hluti fyrir yngri og eldri börn 🙂

Tek það samt fram að við búin í Reykjanesbæ og listinn er miðaður við ferðalög þaðan 😉

 

Ódýrari hlutir sem þurfa ekki mikla fyrirhöfn

 • Róló
 • Heimsóknir til ömmu/afa – langömmu/langafa
 • Teikna/Lita/Mála
 • Busla (eða einhverskonar vatnsleikir)
 • Skoða bækurnar á bókasafninu og lesa þar (mögulega fá lánað heim líka)
 • Kíkja niður á höfn og skoða bátana (mögulega dorga ef það má)
 • Kíkja á Skessuna (í Reykjanesbæ)
 • Litli landnámsdýragarðurinn í Innri Njarðvík
 • Göngutúr um Seltjörn (á leiðinni í Grindavík)
 • “Fjallganga” upp á hólinn í Innri Njarðvík
 • Fjöruferð
 • Lautarferð
 • Brúðubíllinn
 • Bíó-/Kósýkvöld

Fannar elskar að busla úti á palli

 

Svo kemur listinn yfir hvað hægt er að gera en kostar aðeins og/eða er smá ferðalag

 • Ís rúntur í Reykjavík/Hveragerði/Grindavík
 • Dýragarðurinn Slakki
 • Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
 • Innileikjagarðurinn á Ásbrú (Reykjanesbæ)
 • Vatnaveröld
 • Sund í Klébergslaug á Kjararnesi
 • Sundlaug í Þorlákshöfn
 • Þjóðminjasafnið (þegar ég var lítil þá var þetta alveg uppáhalds hjá mér)
 • Fá sér vöfflur á Kjarvalsstöðum og fara á leikvöllin í framhaldi
 • Kíkja upp turninn á Hallgrímskirkju
 • Fara í göngutúr um Öskuhlíðina og kíkja í Perluna í leiðinni
 • Labba um grasagarðinn
 • Fara á leiksýningu
 • Göngutúr um Elliðaárdalinn
 • Göngutúr um Heiðmörk
 • Kíkja á fuglana á Tjörninni
 • Skoða vitana á Reykjanesinu
 • Kíkja í Friðheima
 • Gullfoss og geysir
 • Kíkja á Þingvelli (lautarferð)
 • Kíkja upp á Akranes og taka rölt á Langasandi
 • Bláa lónið
 • Bíó (fyrir eldri krakka)
 • Keila (fyrir eldri krakka)

 

Hér erum við að skoða dýrin í Slakka

Fannar að kíkja í heimsókn til Skessunar í Reykjanesbæ

 

Við erum strax búin að framkvæma nokkra hluti af listanum og hlökkum til að gera fleiri núna í sumar 🙂

 

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share: