
Það eru vægast sagt skrítnir tímar í gangi hér í heiminum þessa stundina og allir að bregðast við á sinn hátt sem er skiljanlegt. Mikið sem er að breytast og margt sem þarf að skoða. Sem betur fer er þetta ástand bara tímabundið og vonandi stutt þangað til að þetta tímabil renni sitt skeið og að hlutirnir detti aftur í rútínu.
Margir sitja nú heima, sumir hverjir í sóttkví og aðrir þurfa að vinna heima og margir hverjir með leikskóla- og grunnskólabörn sem einnig eru heima.
Ég sjálf er í þeim pakka að við foreldrarnir eru báðir heima stóran hluta úr vikunni og Fannar okkar líka. Því hef ég verið að leita að hugmyndum til að gera með Fannari svo að allir dagar verði ekki bara sjónvarpsgláp eða spjaldtölva – þó svo að það sé í góðu lagi inn á milli líka (og nauðsynlegt stundum fyrir alla aðila).
Ég setti saman smá hugmyndalista (já þið vitið mörg að ég er með lista þráhyggju) sem mér datt í dug að deila með ykkur, margar af þessum hugmyndum fann ég á Pinterest, en það er mjög góður staður til þess að finna allskonar svona hugmyndir.
Ég reyni svo líka að vera dugleg á instagraminu mínu @hildurhlin og sýni frá því sem við erum að bralla – þið megið endilega fylgjast með okkur þar.
1.Bílabraut í sófann – Við Fannar dunduðum okkur við þetta einn daginn og þetta sló algjörlega í geng. Núna er hann reyndar búinn að teipa (með aðstoð pabba sína) braut með hringtorgi og alles inni í herberginu sínu og ég má ekki skemma hana.
2. Þrautabraut – þetta er eitthvað sem ég ætla að reyna að græja fyrir Fannar í vikunni. Undirborð – hoppa hér – skríða þar. Þarf ekki að vera flókið 🙂
3. Tilraunir – Það er hægt að googla allskonar skemmtilegar tilraunir, finna auðveldar og sniðugar og framkvæma.
4. Baka – Við Fannar erum búin að baka ansi mikið síðustu daga.
5. Föndur – Það er alltaf klassík, það eru ótal margar skemmtilegar hugmyndir að finna á Pinterest
6. Spila – Við elskum að spila
7. Bílaþvottur – Taka alla litlu bílana, bala, sápu og uppþvottabursta og opna litla bílaþvottastöð. Slær í gegn hjá mínum manni
8. Páskaföndur handa ömmu og afa – Páskarnir eru á næsta leiti því væri sniðugt að föndra eitthvað skemmtilegt hana ömmu og afa.
9. Mála með matarlit snjóinn – Þetta gera krakkarnir oft á leikskólanum, fá vatn með smá matarlit í og mála snjóinn
10. Ratleikur/fjársjóðsleit – Gera stutta ratleiki eða fjársjóðsleit, hægt að gera þá myndræna fyrir yngri krakka
11. Æfa tölur og stafi á skemmtilegan hátt – Þetta æfum við nánast daglega. Ég nota Pinterest mikið til að finna hugmyndir af skemmtilegum stafa æfingum
12. Læra að reima skó – Þetta er sniðug leið til að kenna krökkum að reima
13. Naglalakka pappírshendur – Skemmtileg hugmynd
14. Æfa að klippa út – Þetta ætla ég að prufa á næstunni, margar góðar klippiæfingar sem hægt er að prenta út til á netinu
15. Nýta allar klósettrúllurnar 😉
16. Mála á steina
17. Lita hrísgrjón, setja í bala ásamt glösum, krukkum og áhöldum. Þetta geta börnin dundað heillengi með
18. Leira – sniðugt er að búa sér til sinn eigin leir.
19. Feluleikur
20. Byggja virki eða kastala úr sófapúðunum og teppum/sængum
21. Lautarferð út í skóg – Sniðugt er að undirbúa smá nesti til að taka með
22. Göngutúr – okkur finnst rosalega gaman að taka stuttan hring um hverfið og telja bangsana í gluggunum.
Mæli með að reyna að finna eitthvað heima við sem hægt er að nota, breyta eða bæta og örva svo ímyndunaraflið því það er hægt að gera margt skemmtilegt með lítinn efnivið.
Author Profile

-
Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.
Latest entries
Uncategorized2020.04.07Kókoskúlur
Uncategorized2020.03.26Hugmyndabanki fyrir inniveru
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir HEIMILIÐ
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir UNGLINGINN
Facebook Comments