Hrekkjavökugleði!

 

hrekkjavaka

Eins og þeir sem þekkja mig vita elska ég hrekkjavökuna, þetta eru jólin og afmælið mitt til samans og ég fæ bara ekki nóg af hrekkjavöku skreytingum og búningum!

 

Fjölskyldan mín hefur alltaf haldið uppá hrekkjavökuna svo ég muni, þó við höfum ekki alltaf skreytt jafn mikið og núna, en matarboð með þurrís og tómatsúpu með augum og fleira er fast í minningunni síðan ég var yngri.  Mamma bjó í Keflavík þegar hún var yngri, við hliðiná flugvellinum þar sem Bandaríkjamenn voru og kynntist hún hrekkjavökunni í gegnum það. Bæði héldu þeir uppá “opinn dag” fyrir krakkana í Keflavík 2 eða 3 dögum eftir hrekkjavökuna og svo laumaðist mamma (mamma rebel!) inná svæðið á hrekkjavökunni sjálfri. Þetta var allt bara of spennandi!

hrekkja1 hrekkja2

Núna síðustu ár höfum við jafnt og þétt verið að sanka að okkur skrauti (þegar ég segi við meina ég mamma samt), mamma hefur alltaf keypt smá hér og þar á hverju ári og erum við núna komin með ágætis magn til að skreyta húsið. Nýjasta viðbótin er ruslapoka líkið (búið til úr svörtum ruslapoka, dagblöðum, flöskum og teipi – sýndi það á öskubusku snappinu síðustu helgi) og 2 kallar sem hanga útí garði.

hrekkja3 hrekkja4

Ég hef líka 3 tekið alminnilega þátt í hrekkjavöku djamminu í búning og allt. Núna í fyrra (þá nýbúin að komast að því að ég var ólétt!) tókum við Tryggvi bæði þátt í búningum og svo árið 2014 (það var í fyrsta skipti sem ég fór til hans Tryggva míns svo hrekkjavakan á núna ennþá meira sérstakan stað í hjartanu mínu) þar sem ég var bara máluð en ekki í búning og svo árið 2009, ég man ekkert eftir því – ung og krúttleg, heil eilífð síðan.

hrekkja5 hrekkja6

Myndin til vinstri er síðan 2014, linsurnar eru svartar og ná alveg yfir allt augað, 12 mánaða linsur sem ég keypti bara fyrir þessa helgi, kostuðu 12.000kr í hókus pókus og voru gjörsamlega óþolandi að setja í (svo þess virði) og hin elskulega Heiðdís Austfjörð málaði mig svona fínt OG setti linsurnar í þar að auki, topp kona þar á ferð.

Myndin til vinstri er svo síðan í fyrra en það var hún Elísabet Ormslev hjá Hárvörur.is sem sá um förðunina mína það árið og þetta gjörsamlega sló í gegn – kórónuna bjó ég til sjálf og eyðilagði með því eina spilastokkinn sem ég átti, svo þess virði líka. Sá sem þið sjáið á myndinni með mér er hann Tryggvi en hann var .. eitthvað, aðallega að kafna úr hita held ég, en mjög flottur!

Ég mun ekki taka þátt í ár þar sem ég á eina litla kröfuharða 4 mánaða fellingu sem myndi sko aldeilis ekki vera sátt við að ég færi eitt né neitt – svo ég læt mér bara duga að skreyta heima hjá mömmu og pabba og skoða myndir af öllum hinum búningunum og mæti svo hress á næsta ári.

Þangað til næst!
ingibjorg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *