HREKKJAVÖKU FARÐANIR PART II

HREKKJAVÖKU FARÐANIR PART II

JÆJA! Í síðasta bloggi fór ég yfir nokkur look frá öðrum förðunarartistum. Núna langar mig að sýna ykkur það sem ég er búin að brasa í október og segja ykkur hvaða vörur ég notaði – ég vissulega var ekkert brjálæðislega virk í förðununum þar sem það var nóg annað að brasa en klárlega var þetta betra en ekkert. Ég nota nánast alltaf sömu vörur í lookin mín og færslan er ekki kostuð eða unnin í samstarfi, en stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf.


– Farði, skygging og highlight; L.A Girl farði og Last&Found(ation) frá Wunder2* blandaðir saman fyrir grunninn, í skygginguna notaði ég svo skyggingapalettuna mína frá Rude* og Skin frost highlighterinn minn frá Jeffree Star Cosmetics.

– Augu; Ég notaði Alien augnskuggapalettuna frá Jeffree Star Cosmetics í augnskuggann, Go big or go home maskari frá Kat Von D og augnharin eru Glamazon frá Unicorn Cosmetics. Ég er með svartar linsur frá TTDeye og editaði hvítuna sem sást, svarta.

– Varir; Ég notaði einhvern rauðan varalit frá Rude* sem ég átti ofan í skúffu og ofan á það notaði ég Wunderkiss lip plumping gloss í Plum*.

– Annað; Borðinn yfir andlitið á mér er gerður með liquid lipsticks frá Jeffree Star Cosmetics, gerviblóðið er blóð frá Hókus pókus, hatturinn er og 1 hringurinn er frá Dolls Kill, stóri eldingahringurinn er frá Killstar

– Farði, skygging og highlight; Hvítur L.A Girl farði og Skin frost highlighterinn minn frá Jeffree Star Cosmetics.

– Augu; Alien palettan frá Jeffree Star cosmetics, Go big or go home maskari og tattoo liner frá Kat Von D, linsur eru frá TTDeye.

– Andlit og líkamsmálning; Tattoo liner frá Kat Von D, svartur liquid varalitur frá Kat Von D og svört líkamsmálning úr Flying Tiger og nefið er með fjólubláum augnskugga úr Alien palettunni frá Jeffree Star Cosmetics.

– Annað; Chokerar eru frá Killstar og Habe By Heba.


– Farði, skygging og highlight; L.A Girl farði og Last&Found(ation) frá Wunder2* blandaðir saman fyrir grunninn, í skygginguna notaði ég svo skyggingapalettuna mína frá Rude* og Skin frost highlighterinn minn frá Jeffree Star Cosmetics.

– Augu og augabrúnir; Svartur augnskuggi úr golden goddess augnskuggapalettan frá Törutrix* og tattoo liner frá Kat Von D.

– Varir og nef; svartur liquid varalitur frá Kat Von D og svartur augnskuggi úr golden goddess palettunni.

– Annað; Efri choker er frá Habe by Heba, neðri choker og hringar eru frá Killstar, gerviblóð er úr hókus pókus.


– Farði, skygging og highlight; L.A Girl farði og Last&Found(ation) frá Wunder2* blandaðir saman fyrir grunninn hægra megin, hinum megin bara hvíti L.A girl farðinn, í skygginguna hægra megin notaði ég svo skyggingapalettuna mína frá Rude* og Skin frost highlighterinn minn frá Jeffree Star Cosmetics.

– Augu; Alien palettan, Golden goddess palettan* og Rainbow splash palettan (seinni tvær fást báðar hjá Törutrix, Go big or go home maskari frá Kat Von D, augnhárin eru frá Unicorn Cosmetics og linsurnar frá TTDeye.

– Varir; Svartur liquid lipstick frá Kat Von D.

-Annað; Saumar eru teiknaðir á með svörtum gömlum eyeliner sem ég er þó nokkuð viss um að ég má ekki nota lengur, hvíta í saumunum er Drug Lord liquid lip frá Jeffree Star Cosmetics, skyrtan og hatturinn eru frá Killstar og svo notaði ég fjólubláann liquid lip frá Jeffree star og svörtu líkamsmálninguna úr Flying tiger til að gera vinstri hliðina aðeins meira lifaða.

– Farði, skygging og highlight; Hvítur L.A Girl farði, svartur augnskuggi í skygginguna og Skin frost highlighterinn minn frá Jeffree Star Cosmetics.

– Augu; Golden Goddess palettan* og einhver paletta (???) frá Beauty Bay, notaði Drug Lord frá Jeffree Star Cosmetics fyrir maskara.

– Varir; Hvíti farðinn yfir allt og svo rauður liquid varalitur frá Jeffree Star Cosmetics innst vel blandaður við.

– Annað; Kóngulóa vefurinn og köngulærnar eru úr Flying Tiger og gervi blóðið er úr Hókus Pókus.

Þangað til næst!

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: