Hlýlegt haustdress

Greinin er unnin í samstarfi

Í síðustu bæjarferð kíkti ég, eins og svo oft áður, í Name it. Ég er voðalega hrifin af fötunum þaðan, þau eru létt, þægileg og koma alltaf svo vel úr þvotti. Fannar stækkar ótrúlega hratt þessa dagana og var mig farið að vanta eitthvað fallegt haustdress á hann. Við vorum með planaða útimyndatöku með ljósmyndara og langaði mig í eitthvað fallegt sett sem hann gæti notað í henni. Ég var ekki með neitt ákveðið í huga en var að vonast til að ég fyndi eitthvað fallegt sett í jarðlitatónum. Ég varð ekkert smá spennt þegar ég gekk inn í deildina hans og sá líka þessa fallegu rebba peysu, en ég hreinlega kolféll fyrir henni. Peysan er úr prjónaefni og einstaklega sparileg og falleg. Ég var með tvennar buxur sem ég var að spá í að taka við peysuna, annarsvegar joggingbuxur og hinsvegar gallabuxur, en báðar buxurnar passa svakalega vel við peysuna. Buxurnar sem ég valdi við eru svartar gallabuxur en þær eru frekar þröngar niður eftir leggjunum. Mér fannst þær hrikalega töff, en þetta eru í raun fyrstu svörtu buxurnar sem Fannar á – litlir töffarar þurfa að eignast svona buxur 😉

Ég get eiginlega ekki verið sáttari með þessi kaup mín og mæli með að þið kíkið og skoðið nýju línuna hjá þeim.

 

Capture

Elskum að hoppa!

 

IMG_20171016_131352_814

 

HildurHlín

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *