Hildur Ýr kveður Öskubusku

Hildur Ýr kveður Öskubusku

Eins erfitt og það er að skrifa þetta blogg og er þetta líklegast mitt seinasta blogg hér á Öskubusku, það er komin tími til að kveðja . Ég opnaði þetta blogg fyrir 3 árum og ég er búin að vera að blogga síðan og hef alltaf haft gaman af því. En uppá síðkastið hefur áhugin leitað annað og hef èg ekki getað verið að skrifa eins og mér langar að gera og hef alltaf gert.

Þetta var mjög erfið ákvörðun og hef ég hugsað um þetta í nokkrar vikur og held ég sé að taka rétta ákvörðun. Þegar maður er að blogga þá þarf virkilega að vera áhugi til staðar að skila bloggum og ánægja að skrifa en síðustu vikur hefur verið frekar tómlegt hjá mér og alltaf þegar eg sest við tölvuna þa kemur ekki neitt í hug hjá mer eins og áður fyrr .

Ég kveð stelpurnar með trega en við verðum alltaf vinkonur og þessi flotti hópur sem er að blogga á Öskubusku heldur áfram sínu striki og treysti ég á að þær munu halda blogginu áfram flottu og koma með æðisleg og áhugaverð blogg .  Ánægð að hafa kynnst öllum þessum stelpum og öllu í kringum bloggið og þetta voru sannarlega skemmtileg 3 ár .

Kveð hér í bili , maður veit aldrei hvort áhugin mætir aftur að skrifa og þá kem ég aftur.

 

Þið getið fylgst með mér á mínu instagrami þar sem ég sýni frá mínu lífi ♥

↑þið getið klikkað hér á myndina fyrir ofan þá fari þið beint inná instagramið mitt og getið fylgst með okkur Viktori Óla þar ♥

 

Mynd frá öskubusku hitting fyrir sirka 2 árum síðan.

 

Öskubusku partýið var snild. Elsku bestu stelpurnar mínar,  lang erfiðast að fara frá þeim <3

 

Eyjaferðin var nátturlega eitthvað annað gaman !

 

Við Viktor Óli kveðjum og takk fyrir að fylgjast með okkur á Öskubusku síðustu 3 ár ♥

 

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: