Heimsókn í CENTRO AKUREYRI!

Heimsókn í CENTRO AKUREYRI!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Centro Akureyri

Í dag kíkti ég í búð sem ég (og ég skammast mín fyrir að segja þetta) hef aldrei kíkt inní áður. Ég kíkti til hennar Vilborgar í Centro á Akureyri. Ég skal segja ykkur það bara núna að ég var í hálfgerðu kvíðakasti áður en ég fór þarna inn, alveg viss um að svona föt færu mér ekkert, ég yrði bara asnaleg og myndi ekkert vita hvað myndi passa saman og hvað ekki – viti menn. Þetta var ótrúlega gaman og ég fann svoo svo mikið sem mig langar í, hefði getað endurnýjað allann fataskápinn minn á korteri.

Centro er rótgróin búð sem hefur verið starfrækt í Hafnarstræti 97 á Akureyri í 25 ár. Þau eru líka með verslun staðsetta á Glerártorgi og ég fór nýverið þangað inn og kolféll fyrir fötunum þar. Þau eru með kvenmannsföt fyrir alla aldurshópa (Hæ Vilborg mun versla við þig þar til ég dey sorry losnar ekki við mig núna!), skartgripi, töskur, húfur og alla aukahluti sem þér dettur í hug. Ég fékk að máta nokkrar fíkur og ef þið kíkið á snapchattið mitt (iingibjorg) sjáið þið alla heimsóknina og nokkur af þessum klikkuðu tilboðum sem þau eru með.

Eitt af því fyrsta sem ég sá þegar ég kom inn í búðina voru þessar velourbuxur, ég bara varð að eignast þær og halló þær eru á 3.990 sem er bara eitthvað grín verð, þær koma í one size og passa á dömur sem nota stærðir 36-40. Svo mjúkar og ég valdi auðvitað þessar bleiku og þennann bol með en það var eitthvað sem heillaði mig við hann, hann er plain, svartur og með ótrúlega fallegt hálsmál..

Snapchat-832347854

20180205_155227

Ég fékk að taka þessar gullfallegu teinóttu buxur með mér heim en þær eru uppháar (með vösum!!!) og henta ótrúlega vel fyrir bæði fín tilefni og hversdags. Þær koma í XS-L og kosta 6.990kr.- Þessir skór eru líka á óskalistanum mínum en ég er sucker fyrir svona platforms strigaskóm!

25353993_1574019119300539_2453988960702946610_n

Ég skoðaði svo hvað þau eru með fyrir fermingarnar sem eru í aðsigi en þau eru með frábært úrval af kjólum og samfestingum. Ég er ekki samfestingamanneskja og fannst ég alltaf vera bara svona eins og kartöflupoki í þeim, en mátaði 2 og ég get sagt með fullri vissu að næsta flík sem ég fjárfesti í, verður samfestingur! Mæli klárláega með að skoða úrvalið af fermingarkjólum hér og samfestingum hér já eða kíkja bara til þeirra!

Snapchat-50382117

Okey sjáiði skónar þarna? Þeir eru gjörsamlega to die for og ég verð að eignast þá. Punktur. Númer 1 2 og 3 á wishlist! Samfestingurinn sem ég er í er á 9990kr.- og er líka til í hvítu fyrir þær sem vilja ekki alveg svartann.

Snapchat-2016191656

Hef ég einhverntímann verið pelsamannskja? Já þegar ég var mögulega 8 ára og átti svartann pels sem ég elskaði  – síðan þá hef ég ekki farið í pels, og nei lífið verður ekki samt eftir þetta, hvernig fór ég á mis við þetta öll þessi ár? Þennann gullfallega pels er hægt að fá í s/m og m/l og er á 12.990kr.-

Svo mátaði ég einn hlut í viðbót, palliettukjól, með klauf – ég er kannski formaður itty bitty titty committee en þessi kjoll, mér hefur sjaldan fundist ég jafn elegant og fín.

Snapchat-2027583480

Svo eru þau með þessa rúllukragaboli á 4.990 og buxurnar eru á 6.990.-

27332455_1622369197798864_4840912232158671317_n

Mér finnst fölbleikur og svona ferskjulitir alltaf verða fallegri og fallegri og þeir minna mig svo á vorið og sólina og allt sem er hamingjusamt og ekki þessi vetur sem ég er orðin svolítið leið á ef ég á að vera hreinskilin.

Ég mæli endalaust með því að þið kíkið inná facebook síðu Centro eða kíkið í búðina þar sem topp afgreiðsufólk tekur á móti ykkur. Þið getið einnig fylgt þeim á instagram og snapchat undir notendanafninu centro_akureyri.

Þangað til næst!

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: