
Ég elska að dekra aðeins við mig þegar Viktor er sofnaður, það er svo mikilvægt að gera eitthvað fyrir sjálfan sig og njóta smá tímans sem maður hefur með sjálfum sér. Ég fann þennan maska á pinterest fyrir nokkrum árum síðan og ég set hann örugglega á mig 1 sinni í mánuði. Hann virkar mjög vel fyrir mig og mýkir húðina. Ég var að gera hann á snapchattinu okkar í kvöld -oskubuska.is ,endilega fylgjist með okkur þar.
Það er svo gott að gera heimagerðan maska, því maður á oftast til í skápunum það sem vantar, í þennan maska þarf avacadó, hunang og olive olíu eða vatn.
Hálft avacadó
1 msk hunang
1-2 msk vatn eða olía
Blandið þessu saman í skál og berið á andlitið. Látið liggja í 15-20 mín og þessi maski gerir húðina silkimjúka.
Ætla bæta líka við einum heimagerðum maska sem er einn af mínum uppáhalds.
2 tsk túrmerik krydd
2 tsk hunang
1 tsk vatn
Blandað saman og látið liggja á húðinni í um 5-10 mín, hreinsar húðina sjúklega vel.
Njótið og munið að dekra við ykkur einstaka sinnum<3
knús og kossar
Author Profile
-
Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.
Latest entries
Uncategorized2019.05.27Hildur Ýr kveður Öskubusku
Ferðalög2019.04.09Foreldrafrí í Berlín
HILDUR ÝR2019.03.11Hæj aftur !
Óflokkað2018.08.07My letra: Gjöf fyrir alla.
Facebook Comments