Heimagerður leir.

Ég gerði þennan heimagerða leir á snappinu okkar (oskubuska.is) um daginn og vakti hann mikla lukku og fékk ég óteljandi spurningar um hann.  Ég deildi uppskriftinni á snapchat en ætla auðvitað að deila henni hér líka og skref fyrir skref.

leir

Þessi leir er ekkert smá auðvelt að gera og skemmtilegt að búa til með yngri börnum. Viktori Óla fannst þetta ekkert smá skemmtilegt og hann var samt ekki að átta sig á því afhverju hann mætti ekki borða leirinn. Svo þegar hann fékk að smakka smá þá fannst honum hann ekkert svakalega góður.  Hægt er að geyma leirinn í plastfilmu eða plastboxi og leyfa þeim að fá leirinn aftur seinna.

leir2

Þetta er frekar stór uppskrift , þannig ég mæli með að minnka hana ef þú ætlar bara að gera lítið.

Það sem þú þarft í leirinn:

1 bolla hveiti

1 bolli vatn

2 tsk creme of tartar  (fæst í hagkaup)

1/3 bolli salt

1 tsk olía

Matarlitur

 

Hveiti,Creme of tartar og salt sett í pott. Vatn og olía bætt við og sett á mjög lágan hita, alls ekki fara frá pottinum svo þetta brenni ekki við botninn. Hrærið vel í þessu og bætið svo matarlit við.  Hræra,hræra,hræra þangað til þetta verður að leir,  þið sjáið það strax þegar þetta verður að leir.  Svo bara leyfa þessu að kólna í smá stund.  

Ódýr og skemmtileg lausn til að gera einhvað með krökkunum.

leir3

 

*Þangað til næst*

name

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *