Heima er gott

Heima er gott

Heima er gott er netverslun sem framkallar notalega tilfinningu þegar rennt er í gegn um hana. Hugsjón vefsíðunnar er sú að okkur líði sem best í eigin skinni og að umhverfi okkar endurspegli ást, hlýju og þægindi. Heima er gott trúir einnig á sanngirni gagnvart einstaklingum og náttúru okkar.

Vörurnar sem fást hjá Heima er gott eru flestar úr eins náttúrulegum efnum og hægt eru og eru framleiddar af einstaklingum með ást og umhyggju að leiðarljósi.

Það fyrsta sem greip mig þegar ég sá verslunina var nærfatnaðurinn frá Lé Buns sem er umhverfisvænn, þægilegur og framleiddur á sanngjarnan hátt. Eins og þið vitið þá er þetta hin heilaga þrenna að mínu mati, og því vís til að grípa athygli mína. Lé Buns nærfötin eru búin til úr GOTS (Global organic textile standard) vottuðum lífrænum bómull og eru sniðin hönnuð með algjör þægindi í fyrirrúmi.

Færslan er ekki kostuð en er unnin í samstarfi við Heima er gott.

Lífræni bómullin hefur þá miklu kosti fram yfir hefðbundinn að engin skordýraeitur eða áburður úr sterkum gerviefnum er notaður í ræktun hans, auk þess sem mikið vatn sparast við lífrænu ræktunina.

Ég efast um að vera ein um það að vera sífellt í leit að réttu nærfötunum, sem anda vel, rúlla ekki inn í líkamann á skrítnum stöðum eða vöðlast saman og eru hreinlega bara nógu mjúk og þægileg. Sniðin hjá Lé Buns eru ekki til þess eins að hylja líkamsparta, heldur til þess að vinna með þeim og aðlagast líkama okkar. Eins og með mörg fyrirtæki þar sem umhverfisvernd og gæði eru höfð í fyrirrúmi, þá hvetur Lé buns neytendur til þess að versla minna og velja betur. Vörurnar eru því hannaðar með það í huga að endast vel.

Heima er gott býður upp á hina ýmsu lífsstílsvöru en gildi þeirra skína í gegn í hverju vöruvali.

Finna má náttúrulegar og cruelty free húðvörur frá Fig+Yarrow, falleg kerti úr soya vaxi, rúmföt úr náttúrulegu líni svo fleira sé nefnt. Mér finnst yndislegt að við margar vörurnar er hægt að sjá nákvæmlega hver bjó þær til.

Heima er gott verður á haustmarkað netverslana 1-2. september í Víkingsheimilinu Fossvogi milli kl. 11-16. Ég mæli með að kíkja við og skoða úrvalið þar sem það er alltaf gott að geta skoðað vörurnar í persónu og finna efnið í þeim.

Þar til næst!

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments