HAUSKÚPUR

HAUSKÚPUR

Hauskúpur eru in núna er það ekki? Flestar svona punt búðir selja þær dýrum dómi og fólk flykkist til að kaupa þær svo það geti hengt þær uppá skreytum hús grábláu veggina sína. Og ég ELSKAÐA!

Ég er með ólæknandi hauskúpublæti eins ótrúlega kjánalega og það hljómar. Því fleiri hauskúpur og bein því betra. Mig langaði til að deila með ykkur nokkrum myndum af því sem við erum með til skrauts heima hjá okkur en þetta er reyndar ekki alveg allt, Hólmgeir er með kindakjálka inni hjá sér og svo er ég með eina svarta hauúskpu úr Húsgagnahöllinni (eða heimilinu?) inní stofu.

Þessar tvær fann Tryggvi í fjörunni á Raufarhöfn og gaf mér. Ég þurfti aðeins að hreinsa þær og núna eru þær hið fullkomna stofuskraut.

Kindakúpuna fékk ég í gjöf frá föðurömmu minni en hún skreytir fallega Rúmfó náttborðið inní svefnherbergi. Hrútshornin tvö til hægri fengum við hinsvegar í gjöf frá bestu vinkonu minni og manninum hennar og ég sver, þau gera stofuna að því sem hún er.

Processed with VSCO with preset

Og ég geymdi auðvitað það besta þar til síðast. Þessi gullfallega nautakúpa hefur fylgt föður mínum síðaín hann var 14 ára og núna er hún uppi á stofuveggnum mínum. Þetta naut fæddist og drapst í heimasveitinni minni og pabbi skreytti það svona fallega (Það voru líka rauðar perur í augntotunum en ég fjarlægði þær, sorry pabbi). Þetta naut hefur verið í líklega fleiri partýum en ég, verið framan á bát sem skraut og ég gæti talið endalaust áfram. Mér þykir svo vænt um þessa blessuðu kúpu að hún mun fylgja mér að eilífu.

Ég á von á fleirum á næstunni og er ótrúlega spennt að sýna ykkur myndir af því þegar þar að kemur. Meðal annars fínasta kúpa af hrossi sem fær pláss í svefnherberginu. Hversu rómantískt?

Þangað til næst!

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: