Hárkollurnar frá The GLAM ROOM

Færslan er ekki kostuð. Höfundur verslaði vörurnar sjálfur.

Eins og þeir sem eru með mig á þessum helstu samfélagsmiðlum vita klippti ég af mér hárið um daginn, eða svona 95% af því. Eftir mörg mörg mörg ár af aflitun og slæmum hárákvörðunum yfir höfuð var loksins komið nóg. Meiraðsegja þeir hárgreiðslumenn sem ég hef hitt hafa furðað sig á því að hárið á mér væri ekki dottið af. En, með smá sannfæringu frá mömmu minni ákvað ég að þetta yrði bara af hinu góða, ég gæti séð náttúrulega hárlitinn minn (sem ég hef ekki séð síðan ég var 14 ára) og rokkað hárkollur í öllum regnbogans litum á meðan í staðin fyrir fjólubláa fuglahreiðrið sem var á hausnum á mér!

Svo ég lét vaða, ég pantaði hárkollur frá The Glam Room og guð minn góður, afhverju var ég ekki búin að prófa hárkollur áður? Þjónustan var vægast sagt frábær og hárkollurnar komu daginn eftir að ég pantaði þær sem er fínt fyrir mig þar sem að ég er óþolinmóð, ef ég vill eitthvað – verður það að gerast strax. Ég pantaði eina gráa með dökkri rót, og svo aðra með dökkri rót sem verður grá útí fjólublátt.

Þar sem ég hafði aldrei áður notað hárkollur skoðaði ég youtube myndbönd og las um hárkollu umhirðu áður en ég þorði svo mikið sem að snerta þær til að vera alveg viss um að fara sem best með þær (næsta skref er að kaupa sér frauðhaus svo ég geti nú stillt þeim fallega upp í stofunni og horft á þær allann daginn!).
Tilfinningin við að setja þær á var svona eins og þegar maður var lítill og var að opna jólapakkana – það var ótrúlega einfalt að setja þær á en hárkollurnar eru þannig að það eru bæði klemmur til að festa þær við þitt hár undir hettunni og teygja neðst undir til að stilla eftir því hvað hausinn á þér er stór. Það er mjög þægilegt að meðhöndla þær og mér leið alls ekki eins og ég væri með hárkollu og ég er hand viss um að þegar ég er búin að mastera það að setja þær á, þá tekur enginn einu sinni eftir því að þetta sé hárkolla.

Fyrir þær/þá sem vilja prófa eitthvað öðruvísi og rokka hárkollur á ótrúlega góðu verði, þá mæli ég klárlega með að panta frá The Glam Room en þau finnið þau hér á Facebook eða í Firðinum í Hafnarfirði.

undirskrift

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *