HALLOWEEN FÖRÐUN – Innrás Legó kallana

HALLOWEEN FÖRÐUN – Innrás Legó kallana

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf óháð umfjöllun og eru allar skoðanir mínar eigin.

Engir lego kallar meiddust við gerð þessa looks en sonur minn er ennþá frekar pirraður við mig.

Ég ætla að halda hrekkjavökuþemanu gangandi en innblásturinn fyrir þessari förðun þurfti ég ekki að sækja langt. Ég á eins og margir aðrir foreldrar barn sem á lego kubba – og þessir lego kubbar enda oftar en ekki á gólfinu (og rúminu og allstaðar annarsstaðar). Svo þegar ég var að labba útúr herberginu hans Hólmgeirs eftir að hafa breytt yfir hann eitt kvöldið varð ég fyrir því óláni að labba yfir nokkra svona kubba, og þið vitið hvað það er vont.

Svo, mér datt í hug. Hvað ef það kæmi Zombie apocalypse nema í staðin fyrir uppvakninga sem nærast á heila og holdi okkar lifandi fólksins eru það lego kallar sem nærast á grunlausum foreldrum sem stíga á lego kubba.

Og þetta var útkoman!

Ég notaði aðallega vörur frá Rude Cosmetics* en ég fékk þær að gjöf frá yndunum mínum hjá Beautybar. Ég er ótrúlega hrifin af vörunum en ég hef bara fundið eina vöru frá þeim ennþá sem hentar mér ekki og það er Glitter Primerinn þeirra, já ég grét þegar ég sá að ég gæti ekki notað hann en húðin á mér bara meikar hann ekki, verður þurr og leiðinleg svo ég held mig bara við primer olíuna þeirra, gæti lifað á henni.

Farðinn er þykkur og þekjandi og fullkominn þegar ég vill vera með flawless húð, hann er í dekkri kantinum fyrir mig reyndar svona á veturnar (þar sem allt endurkastast af húðinni á mér) en ég get samt látið hann virka. Countour palettan blandast auðveldlega en samt áberandi en ég er ein af þeim sem vill hafa áberandi kinnbein.
Marblettina bjó ég til með Virgo palettunni minni en hún virkar greinilega í fleira en falleg haust look! Augnhárin eru ein frá Velour Lashes og gerviblóðið* er frá Epic Academy en það fæst hjá Nexus, ég var nákvæmlega 0 pro við að setja það á en ég tók bara bursta og makaði því útum allt, endaði á mér, speglinum og gólfinu.. og gluggasyllunni.. og smá á sófanum en það fer af strax, líka úr fötum!

Ef þið viljið sjá hvernig ég bjó til gervihúðina getið þið lesið það hér.
Þið getið allta fylgst með á instagramminu mínu en þið finnið mig undir; iingibjorgeyfjord

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: