HALLOWEEN FÖRÐUN – headshot

HALLOWEEN FÖRÐUN – headshot

Færslan er ekki kostuð en stjörnumerktar vörur eru fengnar að gjöf.

Halloween nálgast óðfluga og ég er ein af þessum sem DÝRKA þessa hátíð. Þó hún hafi ekki verið haldin hátíðleg hér á landi per say – þá er hún bara svo frábær, allir búningarnir, málningin, elska!

Ég gerði í dag mína fyrstu halloween förðun, ég fann uppskrift að vaxi til að gera sár og ákvað að slá til. Ég sé alls ekki eftir því en þetta heppnaðist ótrúlega vel.

Uppskriftin er einföld.

Þú þarft:
– 3 sprittkerti
– 2-3 matskeiðar af vaselíni.

Aðferð:
– Þú bræðir sprittkertin og vaselínið saman í potti.
– Hellir því svo í glerskál og lætur kólna þar til alveg hart.

Ég notaði um það bil 2 matskeiðar af vaselíni en hefði alveg mátt nota aðeins meira. Geri það næst.
Það mikilvægasta þegar maður er að búa til svona sár er að gera miðjuna nógu þykka og láta svo vaxið þynnast út í endana svo það falli saman við húðina á manni.

Næst tók ég translucent púður, bara einhverja ódýra tegund og setti vaxið með beautyblender. Ekki strjúka – bara tappa laust á. Eftir að því er lokið setur maður farðann á, ég setti alveg 2 og hálfa umferð rúmlega af farða og setti svo aftur með púðri. Ég notaði svo skæri til að skera út sárið sjálft og setti smá farða ofan í sárið. Liturinn í sárinu er bara svartur og rauður (okey með smá fjólubláu) úr Köru palletunni minni* og að lokum gerviblóðið sem ég fékk að gjöf frá Nexus fyrir einhverju síðan. Ég notaði bara skeið til að setja gerviblóðið á en næst myndi ég vilja hafa dropateljara.

Og þá að augnförðuninni, ég notaði color generator til að finna 4 liti af handahófi en mig langaði að færa mig svolítið frá þessum litum sem ég nota alltaf eins og bleikum og fjólubláum. Þetta hér fyrir ofan eru litirnir sem ég fékk en ég varð pínu stressuð.

Ég notaði bæði Rude virgo palettuna* og Köru paletturnar mínar báðar* fyrir augnskugga og glimmer í augnkrókinn en svo notaði ég LA splash Art-Ki-Tekt linerinn fyrir eyeliner. Ég notaði lika skyggingarpalettuna mína frá Rude* en eftir að ég fékk hana er ég alveg hætt að nota aðrar skyggingarpalettur! Highligtherinn er Skin Frost frá Jeffree Star Cosmetics, varaliturinn er Hypnotic Notorious Matte Lip Color frá Rude* og augnhárin eru frá Velour Lashes í stílnum Strip Down*. Ég fékk 3 mismunandi Velour Lashes að gjöf frá Beautybar og þetta eru ótrúlega góð og falleg augnhár, auðvelt að setja þau á og ég er mjög heppin að ég þarf alltaf að klipa örlítið af öllum augnhárum sem ég nota því ég er með svo lítil augu – en í staðin set ég yfirleitt afklippuna á neðri augnhárin mín eins og hér fyrir neðan.

Ég mun klárlega gera fleiri svona farðanir í aðdraganda hrekkjavökunnar og þið getið fylgst með því á instagram en á næstunni mun ég sýna sáragerð skref fyrir skref þar inná!
Þangað til næst.

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: