Hæj aftur !

Hæj aftur !

Eins og kannski einhverjir hafa tekið eftir þá er ég búin að vera lítið virk síðustu mánuði, ég skrifaði blogg í sumar um að ég væri að fara í nám og mjög erfitt nám. Ég var rosalega stressuð fyrir að fara í nám eftir 10 ára pásu frá skóla og ákvað ég að taka mér pásu á meðan skólinn væri í gangi og einbeita mér einungis af því og auðvitað af sjálfri mér og fólkinu mínu.

Núna í janúar lauk náminu og prófunum og gekk mér rosalega vel.  Núna ætla ég að byrja aftur að blogga og koma sterk inn og vera virkari á samfélagsmiðlum hjá okkur Öskubuskum. Það er svo gott að hafa stelpurnar í Öskubusku mér við hlið sem voru svo ótrúlega duglegar að sjá um síðuna og gerðu það aldeilis vel.

Hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með mér og einnig getið þið fylgst með mér á mínum samfélagsmiðlum-

 

 

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: